Sagnasafn Hugleiks

Sorputregaslagur

Texti
Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson, Þorgeir Tryggvason
Lag
Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson, Þorgeir Tryggvason

MIDI  PDF

:.Ég er öll í rusli
það er engin leið út.:
og því syng ég þennan Sorpusöng
í sorg og sút.

Ég vaknaði í morgun
fram úr rúmi sté
flokkaði það samstundis í pappír, föt og tré.
Því er ég öll í rusli
Það er engin leið út
því syng ég þennan Sorpusöng
í sorg og sút.

Ég vaknaði í morgun
fram úr rúmi sté
sortnaði fyrir augum
því ruslið óð í hné.
Ég er öll í rusli
það er engin leið út
og því syng ég þennan Sorpusöng
í sorg og sút.