Sveitin mín
Texti | |||
---|---|---|---|
Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson, Þorgeir Tryggvason | |||
Lag | |||
Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson, Þorgeir Tryggvason |


Bændaskólastúlkurnar:
Í sveitinni er sæluríkt að vera
sólin skín þar daginn út og inn.
Yndælt þegar ærnar fara að bera
og upp í hlíðar þenja traktorinn.
Ég vakna þegar sólin rís úr sænum
og syngjandi til vinnu minnar held.
Brosandi ég brynni ám og hænum
og bogra svo við mjaltir fram á kveld.
Viðlag:
Sveitin mín, sveitin mín
ær og beljur út í haga.
Hjörleifur:
Ég vildi ég gæti varpað öllum stjórnum
og vitjað ykkar æskustöðva strax,
staðið þar á floti oní flórnum
og farið þess á milli að veiða lax.
Bændaskólastúlkurnar:
Í réttunum við rollur drögum sundur
og reynum svo í piltana að ná.
Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur
er gleðin skín á vonarhýrri brá?
Viðlag:
Sveitin mín, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
Seitin mín, sveitin mín.
Í GATT-ið skal ég staga.