Súrt, reykt og salt
Texti | |||
---|---|---|---|
Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson, Þorgeir Tryggvason | |||
Lag | |||
Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson, Þorgeir Tryggvason |
Guðný ég girnd þína skil,
með gleði ég hugsa þess til
að fylla þitt hjarta með ást og yl
og í ellinni spila á spil.
Fannar í faðminn á þér
ég fleygi nú kúnum og mér.
Ég elska þig hreint eins og á mér sér
og allan þinn hjálpræðisher.
Þú ert mér allt,
þú ert mér allt
(súrt reykt og salt)
ef mér sé kalt
þá vermi ég þig.
Ég elska þig,
þú elskar mig
og þú lyftir öllu mínu á hærra stig.