Sagnasafn Hugleiks

Brullups vikivaki I

Texti
Ármann Guðmundsson
Lag
Þorgeir Tryggvason

MIDI  PDF

Haraldur/Ólöf:
Hátíð er í hverjum hól
hefjum dansinn nú.
Á mína trú.
Haldin veisla á Höfuðból.
Á mína trú
og enn er hún jómfrú,
enn er hún jómfrú.

Þuríður/Kolfinna:
Vígamóður vaskur sveinn
víxlu tekur nú.
Á mína trú.
Verður aldrei oftar einn.
Á mína trú
og enn er hún jómfrú,
enn er hún jómfrú.

Atli/Jófríður:
Glöð er mær ok gjörvilig
gefin honum nú.
Á mína trú.
Oft hún hefur ofrað sig.
Á mína trú
og enn er hún jómfrú,
enn er hún jómfrú.

Ásgrímur:
Eftir glás af góðum mat
ganga þau í rúm.
Á mína trú.
Þá mun hefjast þeirra at.
Á mína trú
og enn er hún jómfrú,
enn er hún jómfrú.

Byskup:
Er degi tekur örla á
æpir stúlka sú.
Á mína trú.
Nú er ek með hýrri há.
Á mína trú
og enn er hún jómfrú,
enn er hún jómfrú.