Sagnasafn Hugleiks

Kyrrt um hríð

MIDI  PDF

Þorbjörn:
La donna móbile
ek er cantabile.

Drottning:
Þú ert minn amore.

Kóngur:
Jahá, var það ekke?

Allir:
Þá er Ísland orðið norskt
eins ok forðum var.

Kóngur:
Nú ræð ek þar.

Hirðin:
Berið nú fram öl ok ost.

Allir:
Nú er úti okkar stríð.
Blómin anga, björt er tíð.
Bálið kulnað, vopnin kvödd
ok kyrrt um hríð.

Ásgrímur:
Norður, suður, út um allt
eignast hef ek völd.

Allir:
Dýrðleg dætragjöld.

Byskup/frillur:
Berum nú fram mysu ok malt

Allir:
Nú er úti okkar stríð.
Blómin anga, björt er tíð.
Bálið kulnað, vopnin kvödd
ok kyrrt um hríð.

Haraldur:
Í útlöndum þekkti ek fagurt fljóð
ok falaði hana með bréfi.

Ólöf:
Sárt er nú hvernig hin íslenska þjóð
er seld undir evrópska refi.

Haki:
Nú atgeirnum ek loks hef lagt.

Jórunn:
Mér líka skiptin vel.

Allir:
Nú hæfir kjapti skel

Atli/Jófríður:
Berum nú fram grasagraut.

Allir:
Nú er úti okkar stríð.
Blómin anga, björt er tíð.
Bálið kulnað, vopnin kvödd
ok kyrrt um hríð.