Víst var Ingjaldur á rauðum skóm (2001)
Höfundar: Hjördís HjartardóttirIngibjörg Hjartardóttir
Sigrún Óskarsdóttir
Víst var Ingjaldur á rauðum skóm segir frá þremur systrum, Ásu, Signýju og Helgu, sem reka kostgangaraheimili í höfuðborginni. Meðal dvalargesta þar eru þeir Ingjaldur organisti og Björn Kostoj greifi, flóttamaður og stórsöngvari frá óperunni í Prag. Lífið er í afar föstum skorðum hjá systrunum og kostgöngurum þeirra þegar söngkonu nokkra með afar vafasamar fyrirætlanir á prjónunum ber að garði. Inn í söguna fléttast svo draugar fortíðarinnar og að auki bullandi rómantíkin. Þetta leikrit er eins og þau gerast „hugleikust“, enda eru höfundarnir höfuðarkitektar hinnar svokölluðu hugleiksku.
Sett upp af Hugleik:
Tjarnarbíó (2001) |