Sagnasafn Hugleiks

Merkilegt nokk (1993)

Höfundur: V. Kári Heiðdal

Hlutverk: 4 (2/2/0)

Þegar heimilisharðstjórinn „Mamma“ kemur að eiginmanni sínum, syni og tæknióðri tengdamóður að smíða „Sjónvarp“ er fjandinn laus. „Mömmu“ farnaðist þó betur ef hún lærði að stilla skap sitt, því eins og allir sjónvarpsáhorfendur vita á tæknin til að „stríða okkur svolítið“.

Sett upp af Hugleik:

Hafnarhúsið við Tryggvagötu (1994)