Sagnasafn Hugleiks

Tilbrigði við Jón nr. 3: Jón í síðbuxum (1994)

Höfundur: Þorgeir Tryggvason

Hlutverk: 2 (2/0/0)

Það er sautjándi júní. Við erum stödd á skrifstofu Seðlabankastjóra sem situr sveittur við að árita síðustu fimmhundruðkallana áður en hann fer til Finnlands. Og það gengi sjálfsagt vel ef ekki væri torkennilegur hvíthærður maður að trufla hann með ættjarðarlögum og fíflalátum ýmiskonar.

Sett upp af Hugleik:

Hafnarhúsið við Tryggvagötu (1994)