Nína, 14/4 2005 kl. 22:57:
En spennandi!!! Mikið er ég spennt að sjá hvað þið eruð búin að vera að bardúsa. Get bara ekki beðið eftir að komast heim á Frónið gamla góða. Ég er svo forvitin að ég er að springa. Hver er búningameistarinn?
Siggalára, 25/4 2005 kl. 10:47:
Huriði, meira!
Aftur í dagbók
7/4 2005
"Það var mikið"
Loksins fá Steindórsmenn málið. Það er búið að standa til frá fyrstu æfingu að hefja dagbókarritun um æfingaferlið, en núna verður sumsé gerð alvara úr. Hugmyndin er að við skiptumst á að skjóta inn fregnum af æfingum, hugleiðingum um gang mála og annað þvíumlíkt.
Nemahvað: Í gær var farið í gegnum bróðurpart fyrri hluta verksins og einkenndist æfingin mjög af tvennu: Nístingskulda í húsinu sem kom óneitanlega niður á orkustiginu og fjarveru einnar leikkonunnar. Þar sem helsta verkefni æfinga næstu daga verður endurvinnsla með tilliti til grundvallarbreytinga á hvernig við sjáum karakterinn sem viðkomandi leikkona leikur þá varð æfingin ekki sérlega gagnleg, umfram það almenna hvað það er gott að æfa sig.
Við erum stödd þar í ferlinu að búið er að "blokkera" allt verkið, þ.e. sviðssetja, staðsetja, plasera, hanna sviðsferð, hvað svo sem á að kalla það. Afstaða persónanna hverrar til annarrar, og helstu einkenni eru nokkuð ljós orðin og hægt að fara að leika sér innan þess ramma sem við erum búin að teikna. Við erum búin að vinna töluvert í handritinu, stytta soldið, fleyga langar replikkur og flytja til senubúta. Höfundurinn er fjarri góðu gamni, er að læra hermennsku og vígbúnað í bretlandi, en við finnum vissulega fyrir góðum straumum frá henni og dásamlegt skopskynið sem ósar af textanum hennar.
Hlökkum til að hitta hana þegar líður að frumsýningu, en hún ætlar að sjálfsögðu að heiðra okkur með nærveru sinni.
Já, og svo er búningameistarinn farinn að reka inn nefið og gauka að okkur hugmyndum og flíkum. Gaman að því.
Þorgeir Tryggvason
7/4 2005