Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 26/7 2005

Sævar, 26/7 2005 kl. 17:58:

Góða ferð kæru félagar!

P.S. Er ekki Mónakó örugglega sælgætisgerð í Kópavogi?

Unnurgutt, 29/7 2005 kl. 07:39:

Nú er eg gul og græn og blá af öfund. Bið hjartanlega að heilsa Sjúa! Og vegni ykkkur vel.

Halla Rún, 29/7 2005 kl. 12:46:

Hlakka til að fylgjast með ykkur þarna niðurfrá-vona að þið "meikið það"! Öfunda ykkur EKKERT!!!

Júlía, 2/8 2005 kl. 22:14:

Djö.... er ég kölk.... ég gleymdi að gá þar til núna!!!
frá því á föstudag en þá fann ég þetta hvergi.
Verð að fara að nota gleraugun oftar held ég.

Ég sendi ykkur öllum faðm og kreist.

Aftur í dagbók


26/7 2005

Hana þá! nú byrjum við.

Það er staðföst ætlun okkar Hugleiksmanna að hrista af okkur slyðruorðið sem slæleg frammistaða í dagbókarskrifum hefur smurt á okkur. Við byrjum núna!

Það eru reyndar nokkrar klukkustundir þar til við leggjum í hann, en undirbúningur er hinsvegar á lokasprettinum. Æfingar voru teknar með trukki og lauk í gærkveldi með rennsli fyrir nokkra vini og ættingja. Það tókst ágætlega, og sérstaka ánægju vakti að við vorum komin vel niður fyrir 60 mínútna hámarkið sem ku vera framfylgt af miklu offorsi á þessari hátíð.

(Þau okkar sem hafa setið undir 2,5 klst löngum dönskum sýningum varpa öndinni léttar)

Að loknu rennsli var leikmyndinni pakkað inn svarta akrýldúkinn sem enn er til ómælt magn af síðan Anna Stína og Unnur skrifuðu Ég bera menn sá og létu koma eldgos. Og svo er að pakka fyrir sjálfan sig. Það verður auðvelt því eftir verðurfregnum að dæma verður ekki hægt að vera í fötum nema að litlu leyti.

Hátíðarprógrammið hefur líka verið grandskoðað. Að því best verður séð er mússíkleikhús áberandi á dagskránni. Söngleikir frá Tacoma -USA, Cardiff og Svíþjóð og örugglega víðar að. Þá verður spennandi að sjá loksins kínverska óperu. Það er enginn annar en "Hugleiksvinurinn" dr. Chua Soo Pong (framburður að smekk hvers og eins) sem mun mæta með óperústúdíóið sitt frá Singapúr og verða það eflaust fagnaðarfundir, en eins og margir vita þá varð okkur vel til vina í fyrstu utanferð Hugleiks í Harstad 1998, svo vel reyndar að lengi var unnið að því að koma á samstarfi, fá doktorinn til að gera kínaóperuversjón af Skuggasveini. Árni Hjartarson var drifkrafturinn í þessum áformum og reyndar ekki vitað til að hann sé formlega fallin frá áætluninni.

Svo er auðvitað mestur spenningurinn að sjá "exótísku" löndin: Kamerún og Benín, Níkaragúa og Japan svo nokkuð sé nefnt. Svo eru þau kannski bara að rembast við að vera vestræn - jafnvel norsk. Hvað veit maður.

En þetta kemur nú allt í ljós. Fyrst er að koma sér á staðinn. Meira um það á mórgun - vonandi.

Þorgeir Tryggvason

26/7 2005