Varaformaður, 28/7 2005 kl. 09:51:
Sko til! Bara bloggað á hverjum degi!
Áfram svona! Veriði okkur nú til hæfilex sóma og veriði dugleg að njósna uppi, og láta bjóða ykkur/okkur á, leiklistarhátíðir í Afríku!
Hjaltilitli, 28/7 2005 kl. 21:57:
Við gerum okkar besta til þess
Aftur í dagbók
27/7 2005
Jæja þá, komin á staðinn...eftir laaaaangan dag... og allir með þó ekki hefði það litið vel út til að byrja með.... ég ætlaði sko aldeilis að vera á réttum tíma núna eftir að hafa látið bíða vel eftir mér í fyrra... semsagt mætt hjá leikstjóranum á mínútunni... og á góðum tíma á BSÍ en.... ææ passinn heima.... ég þakka lögreglunni fyrir að hafa ekki verið á ferli á leiðinni Breiðholt BSÍ í nótt... ;)
nú við komumst semsé í Leifsstöð en þá.... eeeee Hjalti ruglaðist víst eitthvað aðeins á dögum og átti víst bókað daginn eftir til London..... hmmm í stuttu máli sagt þá komumst við ÖLL til London þótt dýrara hafi verið fyrir suma....
Nú á Stansted þurftum við að bíða í 6 klukkutíma... en það var svo sem lítið mál þar sem þeir selja ágætis öl á vellinum..... tímarnir liðu barasta allt of hratt og nema hvað, á síðustu stundu uppgötvaðist að við vorum á íslenskum tíma... og flugvélin að fara eftir örtíma.... við rétt náðum vélinni.... ekki eins og við hefðum verið að bíða í flugstöðinni....hmmm.....
Dásamleg hitamolla og pálmatré tóku á móti okkur í flugstöðinni... leikstjóranum til mikillar gleði... svo var keyrt til Mónakó þar sem tekið var á móti okkur með flugeldum og víni.... ;) Við náttlega alveg með það á hreinu að flugeldarnir væru bara fyrir okkur..... en það var víst einhver heimsmeistarkeppni í flugeldauppskoti.... en dagurinn var örugglega valinn fyrir okkur....
Nú við vorum rifin út úr rútunni í móttöku og myndatöku.... mjög mygluð myndataka og ég held að sumir hafi verið mjög svekktir að hafa ekki náð að púðra á sér nefið.... ég meina maður veit sko aldrei hvenær maður rekst á Albert...
Mónakó var æðisleg í myrkrinu og nú er bara að bíða og sjá hvaða ævintýri bíða okkar......
Sigríður Birna Valsdóttir
27/7 2005