Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 28/7 2005

Siggalára, 29/7 2005 kl. 11:00:

Leitt að heyra af vöntun á Kamerúnum. En mikið gott að heyra að innanum og samanvið eru svefnvænar sýningar. Getur verið bráðnauðsynlegt eftir könnun bjórglasabotna.
Og mikið gott að áfram heldur blogggleðin. Næstum eins og maður sé með.

Jú pípúl rokk!
Gleðilega verslunarmannahelgi!

Aftur í dagbók


28/7 2005

Jæja fjelagar. Þá er liðinn 1. heili dagurinn í þessum brekkubæ suðursins, Monaco.
Þegar vaghnaði jeg um morguninn og enginn kom inn til mín........þá var skroppið í labbitúr um hæðirnar og helstu kennileiti könnuð, sem og ógrinni bjórglasabotna. Höllin og smábátahöfnin reyndust stærri en við þekkjum í Reykjavíkinni, og jeg komst að því að spilavítin eru aðeins fyrir úlfalda, en ekki sauðsvartan mývarginn eins og okkur.
Þegar á leið daginn og menn orðnir lúnir af hita, svita, raka og Mónacóískri velmegun, var farið að huga að menningunni, sem samanstóð af sýningum frá Slóveníu, Ítalíu og.... í staðinn fyrir sótsvartann húmor frá Kamerún, fengum við gleðileik frá heimamönnum.
Í sem stystu máli sagt byrjaði hátíðin herfilega, (en engu að síður góðum svefni) og endaði í magakrampa vegna gleðiláta og sprells. Vissi jeg ekki að leyndir afkomendur Reiners fursta gætu verið svona skemtilegir. Hús Bernhörðu Alba í flutning slóðanna frá Slóveníu reyndist vera hið besta svefnmeðal, en jeg var samt engu að síður dreginn afsíðis og spurður spjörunum úr um sýninguna, og meðan jeg nuddaði stýrurnar úr augunum, laug jeg að spyrlinum og tökuliði hans í svefnrofanum, allslags þvælu um gvuð má vita hvað.
Næsta sýning var öllu skárri og kom hún úr smiðju Ítalska leikhópsins frá Veróna. Ætla jeg ekki að hafa nafnið eftir hjer, en það er mynnst á þjón og patrónu held jeg. Var þar í gangi ærslafullur grímuleikur af bestu gerð og skemti jeg mjer hið besta, enda úthvíldur eftir hvíldina hjá Ölbu.
Að lokum áttu Kamerúnar að stíga á stokk, en hvort þeir hafi orðið fyrir ljónum veit jeg ekki, en allaveganna komu þeir ekki. Í staðinn hlupu í skarðið Studio de Monaco og skelltu upp glæsilegri sýningu í anda "Allir á svið" og gersamlega ærðu salinn með gamanleik sínum. Þeir fá fullt hús stiga hjá mjer og gæti jeg þusað lengi um sýninguna, en það eru allir að sofna hjerna í kring um mig, þannig að jeg kveð á orðunum; Sjaldan hafa jafn fáir leikið jafn illa, jafn vel á jafnskömmum tíma.
Lifið heil.

Jón Örn Bergsson

28/7 2005