Siggalára, 30/7 2005 kl. 17:05:
Aldrei verra að sýna sama dag og Danir. ;-)
Aftur í dagbók
29/7 2005
Stóri dagurinn hófst með áfallalausu rennsli áður en haldið var í leikhúsið, þar sem við fengum heila tvo og hálfan tíma til að gera allt klárt. Stressið var næstum yfirþyrmandi. Kári skipaði mönnum bak og fyrir og Ágústa fór alveg á handahlaupum.
Sýningin sjálf gekk glimrandi vel eins og við var að búast. Einn flekinn (sá stærsti) var næstum dottinn fram sökum þess að einhver rak sig í hann í innkomu en Ármann sýndi snarræði og greip í hann og forðaði þar með katastrófu. Ég sat úti í sal og tók ekki eftir neinu. Salurinn var fullur, allir a.m.k. brosandi og litlu japönsku stelpurnar fyrir framan okkur tístu í hvert sinn sem Sigga Birna "gekk" á svið. Að sjálfsögðu fengum við gífurlegt klapp í lokin og voru sumir svo hrifnir að þeir ætla að mæta aftur á morgun.
Þýska sýningin var næst, Ódysseifskviða. Mjög kóreógrafískt flott sýning og mikil læti í ákaft börðum tunnum. Strákarnir voru geipilega flott vaxnir og var unun að horfa á það.
Danska sýningin var Dario Fo. Þeir sem vita hvernig hugmyndir danir hafa um leikhús vita hvernig sýningin hefur verið og vil ég hafa minnst orð um hana.
Kvöldinu lauk með skemmtun í hátíðarklúbbnum þar sem sex bleikar dansandi pabbapulsur sungu slóvensk vögguljóð eða eitthvað álíka hugljúft. Frekar súrrealískt.
Bestu kveðjur frá Mónakó
Hildur Þórðardóttir
29/7 2005