Athugasemdir við færslu 30/7 2005
Siggalára, 31/7 2005 kl. 16:42:
Æði.
(Já, mér finnst við hæfi, fyrst Hullarar ætla vera duglegir og blogga á hverjum degi, að skrifa allavega eina athugasemd á dag.)
Gummi, 31/7 2005 kl. 17:58:
Það má nú ekki á milli sjá hvor er duglegri, hugleikur að blogga eða Siggalára að kommentera! Allavega, frábært að fá ferðasöguna svona beint í æð. Einhvern veginn skal mér takast að svindla mér inn í hamarinn fyrir næstu ferð
Siggi, 31/7 2005 kl. 23:58:
Gummi, þú getur náttúrlega kálað einhverjum okkar kallanna. Mæli með Ármanni, held þú yrðir flottur Úlfljótur.
30/7 2005
Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör, þetta var ekki tilfellið á gagnrýni, eða öllu heldur umræðufundi daxins. Hópurinn sat þar undir mjög jákvæðum orðum umræðustjóranna og svaraði þeim spurningum af bestu samvisku og komumst að því að fólk skildi okkur almennt vel.Ég fór svo ásamt herra Pálssyni á Stanislavsky workshop undir leiðsögn Michail Choumachenko sem er víst einhver yðar, eða háttvirti eða eitthvað í þeim dúr í Rússeníu.Jói og strandferðin.á sama tíma annarstaðar í Mónakó
Jói litli hafði farið ásamt V., Siggu Birnu, Jóni Erni og jafnvel einhverjum fleiri niður á strönd til að baða sig í sólinni og komast í réttann lit fyrir Rauða og hvíta dinnerinn sem átti að eiga sér stað nokkrum dögum síðar. Hann hafði orðið viðskila við hópinn og stóð úti í sjó til að virða fyrir sér fiskana sem syntu þar við ströndina. Allt í einu kom þar að bandbrjálaður mannætumakríll sem réðst að Jóa með kjafti, uggum, tálknum og klóm og beit hann í fótinn. Jói litli æpti upp yfir sig og hljóp í land. Hljóp þá til Nonni sviðskall og óð út í sjóinn, réðst að makrílnum með kjafti og klóm og síðan hefur ekkert til hans spurst.
Við hittumst í Theatre de princesse Grace klukkan 7 og fórum að gera okkur klár fyrir seinni sýninguna. Viðar nokkur Eggertsson var þar baksviðs að taka viðtöl við fólkið fyrir einn af sjöhundruð þúsund útvarpsþáttum sínum á Rúv og má því búast við að hróður félagsins muni aukast enn meir... sem er næs. Við fórum á svið og er skemmst frá því að segja að salurinn elskaði okkur bara og ég held að fagnaðarlætin hafi mælst á Richter.
Eftir sýninguna tókum við netta kóræfingu, skáluðum í böbblí og héldum svo á festivalklúbbinn. Þar tóku Danir á móti okkur (sem og öllum öðrum) með rúgbrauði, síld (hefnd fyrir jóa), Ákavíti og skopsöngvum. eftir það ágætis buffet steig Hugleikur á svið og presenteraði kórinn sinn, sem naut mikilla vinsælda.
Eftir það átti að koma skemmtiatriði frá Germönum, en hópurinn þeirra hafði sundrast og að hluta til haldið heim að sofa. Það varð ekki að mikilli sök þar eð tveir snaaaaaar Brjálaðir Jembee leikarar voru eftir og var þá bara tekið jungle þema og dansað frá sér allt vit. Undirritaður gat að sjáfsögðu ekki setið á sér, greip flautuna og spilaði með.
Varð úr þessu hin allra besta skemmtun og mun þetta kvöld lifa lengi í mínu minni.Virðingarfyllst. 30/7 2005