Siggalára, 4/8 2005 kl. 09:23:
Mmmm. Tekíla, sól, leikhús og dansa.
Mikið VERÐUR maður að drífa sig með næst. Er ekki einhver með í hópferð eftir 4 ár, hvort sem við verðum með sýningu eða ekki?
Gummi, 4/8 2005 kl. 12:55:
Og hver þorði að éta orminn? En tek undir með varaformanni, maður verður barrasta að svindla sér með næst.
, 4/8 2005 kl. 13:59:
Ekki spurning.
Ekki önnur ferð án mín!
Júlía
, 4/8 2005 kl. 16:13:
Staddur á Egilsstöðum við Lagarfljót. Og fjandinn hafi það... ÉG ÞORI SKO EKKI AÐ BORÐA ORMINN!!!!!
Bestu kveðjur til ykkar Mónakóara.
Sævar
Hafur, 4/8 2005 kl. 19:00:
Suss hvað það er leiðinlegt að koma aftur í gráan hversdagsleikann! Og ekki bætir úr skák að mig klæjar svo í helvítis sólbrunan að ég fæ lítt sofið á nóttinni. Fiskbitið virðist þó gróa nokkuð vel án teljandi ígerðar og ég get huggað mig við það að ég hlýt að vera góður á bragðið.Við gætum kannski notað mig sem beitu til að veiða Lagarfljótsorminn Sævar? Bið svaka vel að heilsa ykkur öllum. Skemmtið ykkur rosalega það sem eftir er.
Virðuleg Frú Ringsted, 5/8 2005 kl. 16:20:
Bestu kveðjur til allra sem ekki eru enn konir heim... jú og þeirra líka auðvitað...já og allt það.
Frú Ringsted...nýkomin heim
Siggalára, 5/8 2005 kl. 20:37:
Halló! Hvaða sluxari átti að skrifa um fjórða ágúst?
Issss.
Aftur í dagbók
3/8 2005
Jæja - þá er madame professor Ágústa Skúladóttir búin að halda fyrsta námskeiðið. Gekk vel, fólk af öllum stærðum, gerðum og þjóðernum og hún talaði tungum af öllum toga. Það er endanlega opinbert - ÁS er heimsfræg!
Aðrir gerðu eitt og annað - hvíldu sig eftir tequilatrylling frá kvöldinu áður (mexikóar kunna sko að halda partí!) skoðuðu sig um hér og þar og tsjilluðu. Gamli bærinn er sætur, bjórinn er ágætur og sólin er á sínum stað. Ármann keypti sér sjóræningjabyssur - ætlar sennilega að setja upp leikritið Úlfljótur from the Mediteranian.
Tvær leiksýningar í dag því Benín-búar beiluðu. Það ætlar að ganga illa að sjá leiksýningu frá Afríku. Tel ekki með ósköpin frá suðurhluta þeirrar álfu, telst varla leikhús. En jæja - Svíar riðu á vaðið með sýningu sem ég hef reyndar séð áður í Vasteras þangað sem ég svindlaði mér á hátíð með LK árið 2002. Hér var á ferðinni Södra Ölands Musikteater - stór hópur ungmenna frá þessum annars undir 2000 manna bæ. Sýningin spratt upp úr svenska prodjektet Young Drama f. nokkrum árum - sem sagt leikhús um/fyrir/af ungu fólki - þau fengu (hinn annars ágæta skáldsagnarhöfund) Mikael Niemi til að aðstoða sig við handritagerð en svo mun hópurinn allur sem einn hafa unnið saman að gerð sýningarinnar, m.a. tónlistar. Leikritið - En Ö i Valhall - fjallar um vandamál ungs fólks, yfirvofandi heimsendi, heimsóknir frá gömlu guðunum og ástina sem sigrar allt! Segjum ekki meira um leikritið sjálft en sýningin var bara skrambi sæt og góð. Kraftur, geta og einlægni.
Síðari sýningin var Malka frá Slóvakíu í flutningi Divadla Comedia Poprad. Verkið er eftir sögu Frantisek Svantner - eða eins og segir í prógrammi - free dramatisation of the long-short story. Þetta mun vera besta Slóvakíska (slóvaska, slóvakíenska ...) sýningin í þvi landi síðustu 4 árin, hefur farið víða um heiminn og við sáum hvorki meira né minna en 58 sýningu hópsins á verkinu. Og ansi var hún góð. Harmleikur um ástina, afbrýðissemi, ofbeldi, misskilning og illan endi. Tónlistin frumsamin og frábær, kontrabassaleikari á sviðinu, leikmyndin smart og vel notuð og hópurinn hvíldi svo vel í því sem var gert. Að sögn leikstjórans vilja þau leggja áherslu á list leikarans og það skilar sér.
Í klúbbnum skemmtu Svíar með söng, hrökkbrauði og kavíar. Svo var dansað og dansað og ... inn i nóttina.
Hrefna Friðriksdóttir
3/8 2005