Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 28/2 2006

Anna Begga, 7/3 2006 kl. 17:01:

það gengur vel með dagbókarskrif sé ég.. heilmikið að gerast bara..

Júlía Smúlía, 8/3 2006 kl. 14:32:

Jáhá.
Það þarf alltaf að minna mann á svona.
Var ekkert að hugsa um neinustu dagbók!
Maður er bara að æfa sig á gítar og svona. Reyna að ná vinnukonugripunum. Og vera dáldið brjálaður til að passa í hlutverkið....eða kannski bara ná í geggið inni í sér...já já.
Tóta er algjör snilli! Þetta verður bæði fyndið og sorglegt. Þetta eru sannarlega hamingjustundir!

Aftur í dagbók


28/2 2006

Systur nefnist leikrit eitt sem Þórunn nokkur Guðmundsdóttir hefur skrifað. Verk þetta varð fyrir valinu þegar stjórn fékk að grafa í handritabúnka hugleikshöfunda fyrir áramót í leit að hentugu vorverkefni. Og ég fékk það verkefni að leikstýra. Heppinn.

Í hlutverkin völdust stólpaleikkonur: Hulda, Júlía, Indra og Jonna. Hljóðfæraleik annast Júlía.

Og við erum byrjuð.

Og það er skemmtilegt í okkar bekk.

Gott leikrit...

Gott í bili

Þorgeir Tryggvason

28/2 2006