Athugasemdir við færslu 8/3 2006
, 9/3 2006 kl. 16:39:
ég hlakka alveg fullt til að sjá þetta verk..
hlakka bara til !!
8/3 2006
Þetta er auðvitað dálítið hallærislegt - altsvo að ekkert heyrist af æfingum. En þó lítið rambi hér inná færslur þá er allt að gerast á æfingum - og heima - og í kaffitímum - og í rútunni yfir Hellisheiðina - og í draumum manns - já öllum stundum er maður að þylja texta og koma honum fyrir á heilasellunum.Erum komin langleiðina að leggja senurnar og í kvöld var þar komið sögu hvar ljóstrað er upp um dagbókarskrif Nönnu (alter ego mitt þessar vikurnar)....það var eiginlega þá sem ég mundi eftir þessari dagbók. Og lesandi góður, vertu feginn að ég er ekki föst í hlutverkinu því dagbók Nönnu er ekkert sunnudagslamb með sultu... 8/3 2006