Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 15/3 2006

Rúnar, 16/3 2006 kl. 17:44:

Og ég sem hélt að þú værir ung og fögur burtséð frá einhvejum búningahönnuðum. Svona misskilur maður hlutina.
Ég sé að ég verð að fá að kíkja á æfingu mjög fljótlega. Er farinn að finna fyrir gífurlegum fráhvarfseinl-kennum.

Hulda, 17/3 2006 kl. 15:50:

Já elsku kallinn minn, það slær ekkert í mig, en sumum búningarhönnuðum tekst stundum að klúðra ótrúlegustu hlutum og maður hefur iðulega þurft að sætta sig við að vera - tsja, frekar lítið flatterandi svo ég orði það nú mildilega - og það framan í leikhúsgestum...

Aftur í dagbók


15/3 2006

Íris búningahönnuður mætti á æfinguna í kvöld og eftir nákvæmar lýsingar á fatasmekk okkar systra renndum við x2 í upphafssenurnar sem gekk alveg þokkalega.
Ég treysti því auðvitað að ég fái að vera fögur á sviði, það er yfirleitt það eina sem ég krefst af útlítshönnuðum - að gera mig sæta...og Íris er flink.

Hulda B. Hákonardóttir

15/3 2006