Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 22/3 2006

Júlía, 24/3 2006 kl. 12:04:

Mesta furða hvað situr af öllum textanum.
Þetta kemur líklega allt á endanum ....eins og alltaf..
En auðvitað er textinn ekki allt.
Nú þarf maður að fara að gera eitthvað af viti..og reyna að tala skýrt!!
Finnst stundum eins og ég sé með kartöflur uppi í mér.

Aftur í dagbók


22/3 2006

Fyrsta rennsli á öllu leikritinu í kvöld. Það gekk stóráfallalaust fyrir sig og ágætt að fá smátilfinningu fyrir taktinum í verkinu.
Næsta æfing ekki fyrr en á laugardaginn, bæði vegna þess mánaðarlega í Þlh. og svo þarf leikstjórinn að bregða sér úr bæ á föstudaginn. Púff, smá andrými til að festa textann betur.
Fyrir mig þýðir það líka að ég þarf ekki að tyggja púsl á meðan - púslbitar eru verulega ólystugir í munni.

Hulda B. Hákonardóttir

22/3 2006