Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 2/4 2006

Höfundardruslan, 3/4 2006 kl. 18:33:

'O, nei!! Er dramað mitt að snúast upp í gallsúrt gaman - því varla er hér um heiðríkju hins tæra gleðileiks að ræða. Hef sniðgengið æfingar mér til mikillar sorgar - spurning hvort ég þurfi að sniðganga sýningar líka vegna meðferðar á leikritinu??
Vona það besta

Hulda, 4/4 2006 kl. 09:55:

Tsja - það er alla vega verið að æfa dans og söng af miklum móð, það léttir alltaf stemminguna og er eitthvað sem allir geta haft gaman af, þú veist fyrir börnin. Mér finnst bara gaurinn sem leikur vonbiðilinn ekki nógu sætur.........nei fyrirgefðu, þetta voru órar í mér - altsvo þetta síðasta.

Aftur í dagbók


2/4 2006

Rennslið rann áfram - leikritið virðist hafa lengst frá síðasta tennsli, veit ekki hvort það þýðir vont eða gott. Margt virtist benda til þess að dramað væri að snúast upp í andhverfu sína í dag, það varð bara svo margt hræðilega fyndið í rennslinu að það lá við að þyrfti að kalla út hjálparsveit til að koma mér út úr einu hláturskastinu.
Hvort þetta þýðir að djúpa stöffið og allur undirtextinn hjá Tótu sé eftir allt saman snarbrjálaður farsi - eða við að verða taugaþandar hér á endasprettinum er ekki gott að segja. Ég mundi jafnvel segja að þetta sé merki um að innlifun okkar sé nokkur...

Hulda B. Hákonardóttir

2/4 2006