Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 16/10 2007

Rúnar, 17/10 2007 kl. 13:06:

Hvaða sameiginlegu minningu/ar eiga þeir Björn og Hlynur frá fyrri tíð, sem hékk yfir samtalinu og hvorugur minntist á.

Silja B, 17/10 2007 kl. 13:52:

Góð spurning :o)

Hlynur sjálfur, 17/10 2007 kl. 14:47:

Ég skal segja ykkur það á laugardaginn;) Ef þið verðið stillt:D

Aftur í dagbók


16/10 2007

Mögnuð æfing og margt að gerast. Eftir boltaleik, glímu við ímynduð sverð og stappæfingu renndum við í fyrri hlutann. Fyrra matarboðið er að byrja að taka á sig mynd og leikararnir að staðsetja sig í rýminu sem og tilfinningalega, leita að réttri afstöðu og átta sig á því hvað er sagt við hvern. Textinn flæðir áfram eins og músík, stundum hraður og hogginn, stundum hægur og mjúklega. Og svo má auðvitað ekki gleyma list þagnarinnar, sem er svo nauðsynleg.

Seinni hluta æfingarinnar fór í spunavinnu. Gaman að sjá félagana Björn og Hlyn hittast óvænt á krá eftir nokkurra ára aðskilnað og rifja upp gamla tíma. Magnað að sjá Björn segja Svövu frá barninu sem hann á von á með annarri konu. Hverjum er hægt að treysta? Hverju er hægt að treysta af því sem sagt er? Er hægt að endurvinna traust? Hvernig kemst fólk yfir stórfelld svik í nánum samskiptum? Allt eru þetta spurningar sem brenna á okkur um leið og við skoðum persónurnar og reynum að kryfja þær til mergjar og skilja.

Silja Björk Huldudóttir

16/10 2007