Æfingar á Útsýni
Æfingadagbók 12/10 12/10 13/10 16/10 16/10 20/10 23/10 23/10 25/10 28/10 31/10 31/10 8/11 10/11 10/11 13/11 15/11 18/11 20/11 20/11 28/11 28/11 29/11 1/12 4/12 17/12 3/1 3/1 4/1 5/1 6/1 6/1 8/1 9/1 15/1 16/1 18/112/10 2007
Loksins loksins. Fyrsti samlestur að baki. Við hittumst í gærkvöldi heima hjá Indru, leikararnir, leikstjórarnir tveir þ.e. við Silja og Dilla og Svana sem ætla að vera í hönnunardeildinni að ógleymdum höfundi verksins. Það vantaði bara Hjalta sem ætlar að vinna með okkur lýsingu. Reyndar erum við Silja löngu byrjuð á hugmynda og textavinnu ásamt Júlíu. Við lögðum svo af stað með nýtt handrit sem ætti að vera farið að nálgast endanlega útgáfu, aðeins eftir að hnýta nokkra lausa enda og styrkja textann á nokkrum stöðum.Samlesturinn lofaði mjög góðu, ég held að þetta sé alveg draumahópur á öllum póstum. Líflegar og heitar umræður á eftir um hin ólíklegustu mál, svo sem eins og kjötsúpu, sambýli fyrir fatlaða, vináttu Björns og Hlyns, rauðvín og viskí svo eitthvað sé nefnt.
Eftir samlestur og umræður settumst við Silja niður með höfundi og héldum áfram handritsvinnu.
Gaman að vera byrjaður
12/10 2007
Tek undir með Rúnari, gaman að vera byrjuð. Finnst eins og við séum að leggja upp í spennandi langferð þar sem eftir á að kanna ýmsa vinkla, sambönd, tilfinningar og allt hið ósagða sem flýgur um á milli fólks. Hefði ekki getað hugsað mér betri hóp til samstarfs. Leikaranir okkar smellpassa í vandasöm hlutverk sín og ég hlakka til að fylgjast með þeim takast á við persónur sínar. Hlakka enn meira til að leyfa þeim að koma mér á óvart í æfingaferlinu. Þegar búin að kaupa bolta, enda er það orðinn ómissandi hluti af æfingum að hita upp hópinn og samstilla með því að telja saman :o)Þetta haustið var aðeins til einn stór bolti (því tími boltanna virðist vera vorið) og hann er með flennistórri mynd af Bamba. Spurning hvort hann endi sem leikfang fyrir Stebba?
13/10 2007
Fyrsta æfing á Eyjaslóð - mættir voru leikstjórar og leikhópurinn. Eftir dulitla kaffidrykkju, sem hlýtur að teljast nauðsyn svona á laugardagsmorgni, tóku við upphitunar- og einbeitingaræfinar með klappi og bambaboltanum góða sem komu öllum í gírinn. Lásum fyrri og seinni hluta verksins saman á gólfinu og leikstjórar kynntu nokkrar textabreytingar sem þau höfðu unnið með höfundi eftir samlesturinn í fyrradag.Þetta vannst allt svo vel og var svo ánægjulegt á allan hátt að auk þess að vaska upp og ganga frá kaffibollunum "okkar" gerðum við það sama fyrir alveg hreint ótrúlegan fjölda annarra óuppvaskaðra bolla og glasa sem fundist höfðu nýlega á víð og dreif um húsnæðið...hmmm
Þetta ætlar að vera sérlega skemmtileg vinna sýnist mér, enda um ákaflega góðan hóp að ræða og tilhlökkun mikil að halda áfram.
16/10 2007
Ég var í heimsókn í matarboði áðan. Fólkið sem hélt matarboðið og gestirnir líka eru minn eiginn hugarburður sem er að lifna við. Skrýtið. Skemmtilegt. Æðislegt. Vá.Leikararnir eru svo eitthvað akkúrat þetta fólk. Ég hlakka til að sjá þau aftur.
Rúnar og Silja vinna eins og einn maður. Mikið er ég heppin! Takk öll!
16/10 2007
Mögnuð æfing og margt að gerast. Eftir boltaleik, glímu við ímynduð sverð og stappæfingu renndum við í fyrri hlutann. Fyrra matarboðið er að byrja að taka á sig mynd og leikararnir að staðsetja sig í rýminu sem og tilfinningalega, leita að réttri afstöðu og átta sig á því hvað er sagt við hvern. Textinn flæðir áfram eins og músík, stundum hraður og hogginn, stundum hægur og mjúklega. Og svo má auðvitað ekki gleyma list þagnarinnar, sem er svo nauðsynleg.Seinni hluta æfingarinnar fór í spunavinnu. Gaman að sjá félagana Björn og Hlyn hittast óvænt á krá eftir nokkurra ára aðskilnað og rifja upp gamla tíma. Magnað að sjá Björn segja Svövu frá barninu sem hann á von á með annarri konu. Hverjum er hægt að treysta? Hverju er hægt að treysta af því sem sagt er? Er hægt að endurvinna traust? Hvernig kemst fólk yfir stórfelld svik í nánum samskiptum? Allt eru þetta spurningar sem brenna á okkur um leið og við skoðum persónurnar og reynum að kryfja þær til mergjar og skilja.20/10 2007
Þá er skemmtilegri æfingu lokið. Við æfðum í bílskúrnum hjá henni Dr. Tótu þar sem Eyjaslóðin var eitthvað upptekin. Byrjuðum á léttri upphitun með einbeitingarívafi og svo var gengið í gegnum seinni hlutann. Margt skemmtilegt í gangi:) Guðrúnu fór reyndar eitthvað að leiðast og vatt hún sér í að mála veggina...vildi hafa þá svona kaffibrúna:D Það vantaði reyndar hana Silju á æfinguna en hún var í London og hafa heyrst raddir um að hún sé að leita að útrásartækifærum fyrir leikritið...sel það ekki dýrar en ég keypti það.Bestu kveðjur,Þráinn23/10 2007
Við Björn kýldum á að bjóða Elínu og Hlyni heim í gær. Það var erfitt að stíga þetta skref - það er svo ótrúlega margt breytt síðan síðast. Að öllu leyti. Við reynum bara að fikra okkur áfram og láta hverjum degi nægja sína þjáningu - já og gleði líka því það er nú líka svolítið af henni. Lífið er nefnilega svo margslungið. Þetta var annars afar stormasamt kvöld get ég sagt þér. Svakalegt tilfinningaumrót og ekki hjálpaði áfengið við sakirnar. En líka aukin sjálfsvirðing og styrkur sem kom úr óvæntri átt. Mikið sem það gladdi mig að finna fyrir því. Ég segi þér annars betur frá þessu öllu við tækifæri - það eru svo margar spurningar í kollinum á mér akkúrat núna.Hjartans kveðjur til allra,
Svava
23/10 2007
Gott vinnukvöld. Við Silja byrjuðum kl. 19.00 á fundi með útlitshönnunarliðinu, þ.e. Dillu, Svönu og Hjalta. Auk þess var Júlía með okkur. Þær Svana og Dilla eru báðar farnar að móta hugmyndir sem eru á réttri leið að okkar mati og fram komu margar góðar hugmyndir sem verður hægt að vinna úr. Leikararnir mættu kl. 21.00. Eftir léttan bolta var labbað í gegn um verkið. Leikararnir okkar voru ótrúlega duglegir að muna það sem gert var og sett inn á síðustu æfingum og gefa tilboð með nýja hluti. Frábært. Og svo fáum við endanlegt vinnuhandrit fyrir næstu æfingu. Eins og Hlynur Segir: Skál fyrir því25/10 2007
Kominn úr karakter í þetta sinn. Það gæti breyst.Byrjuðum eftir leikjaupphitun á tveimur makaskiptaspunum. Ekki eins djarft og það hljómar, en djúsí samt.Svo tók við markvisst og árangursríkt hjakk í nokkrum fyrstu síðunum, með nýju byrjuninni sem við vorum að fá. Aumingja Barði! Vatnsþambið var óvenju gott í kvöld - það var ekki laust við að það væri koníakskeimur af vatninu, og lá við að sumir hikuðu við að keyra heim.Þetta hefur hingað til verið einkar ánægjuleg vinna, og við höfum að ég held öll á tilfinningunni að við séum að búa til góða hluti. Spyrjum samt að leikslokum.28/10 2007
Sunnudagur. Byrjuðum kl 11.00. Hituðum upp með bolta og japönskum öskuræfingum. Þá voru leikararnir látnir sýna danskúnstir sínar í pörum þar sem skipt var um partnera svo allir dönsuðu við alla. Afar áhugaverðir dansar. Bar kannski hæst í byrjun dans þeirra Björns og Hlyns sem minnti helst á fornt ættflokkaritúal fullt af testosteroni Undir söng Lhasa indjánaseið. Næst var vals Maigret þar sem ógnvekjandi stökk Svövu og Hlyns gerðu það að verkum að Elín og Björn dönsuðu með veggjum. Að lokum Piazolla tangó þar sem hjónin dönsuðu saman og sýndu mikla samvinnu við að fylgja hvert öðru. Skemmtilegt.Þá var haldið áfram að hjakka í fyrri partinum þar sem frá var horfið síðast og símtölin sem brúa þættina lesin.
Þá tóku við tveir spunar þar sem annars vegar komu við sögu óvæntar fréttir, öryggi og ábyrgð og hinn þar sem hjón takast á við nýtt líf eftir langan aðskilnað
Loks var smakkað aðeins á seinni hlutanum.
Gestir á æfingu: höfundurinn, Jónatan sem er ekki úr öðru leikriti og einhver sem sumir héldu að gæti verið Bjarki.
31/10 2007
Í gærkvöldi var ég pípari. Ég var ekki svona rörapípari heldur "pípari" eins og kíkjari!Það sem ég sá var soldið skemmtilegt. Kom mér ánægjulega á óvart að finnast að þetta væri kannski ekki svo galið hjá mér eftir allt saman.
Leikarar á góðri leið undir handleiðslu vandvirkra leikstjóranna. Ég spái þeim góðu áframhaldandi samstarfi um ókomin ár. Takk fyrir mig!!
31/10 2007
Fyrsta rennslið okkar og öllum aðstandendum sýningarinnar boðið að koma og fylgjast með. Þannig voru mætt Júlía, Svana og Hjalti ásamt Huldu sem mun hvísla og Tóró sem verður sýningarstjórinn okkar.Eftir stutta upphitun var talið í og byrjað. Leikararnir okkar voru ótrúlega dugleg að sleppa handritum sínum. Nokkuð var um óvæntar uppákomur og nýjar stöður, en það er bara gaman :o)
Að rennsli loknu bauð höfundurinn okkur síðan upp á ljúffenga afmælistertu með kaffinu í tilefni dagsins. Til hamingju Júlía :o)
Kvöldinu lauk síðan á því að við Rúnar fórum yfir nótur með leikhópnum. Núna tekur við rétt rúmlega viku hlé, þar sem leikurum gefst tækifæri til að læra textann sinn utanað. Ég er strax farin að hlakka til að hitta þau aftur í lok næstu viku og halda áfram vinnunni þar sem frá var horfið.
8/11 2007
Hörkustuð og sprúðlandi gleði í matarboðinu í gærkvöldi svei mér þá. Gestirnir og gestgjafarnir voru líka búnir að fá sér rautt og hvítt, kasta bolta og snúa sér í hring. Mörgum sinnum meira að segja. Hlynur reitti af sér ósmekklega og pínlega brandara og athugasemdir sem viðstaddir reyndu að láta sem vind um eyru þjóta. Með misjöfnum árangri eins og gefur að skilja enda maðurinn eins og fíll í postulínsbúð. Hann kláraði líka jólakonfektið á heimilinu og tæmdi úr nokkrum bokkum. Engu að síður - bráðskemmtileg kvöldstund. Svona í það heila. Hlökkum til næsta matarboðs. Þá verður nefnilega hlegið ennþá meira!10/11 2007
Eftir upphitun og leiki byrjuðum við á nokkrum stöðuspunum. Síðan leituðu þeir Björn og Hlynur aftur til sinna fyrstu kynna. Síðan kom spuni þar sem Hlynur ætlaði að koma Elínu ánægjulega á óvart svona einu sinni en viðbrögð hennar og þróun spunans sýndi svo ekki verður um villst á hverju þetta hjónaband nærist.Síðan var hjökkuðum við í seinni partinum sem ekki var vanþörf á. Sem sagt gagn og gaman. Og svo partí.
10/11 2007
Já það var sko partý. Það var mæting klukkan 20:00 í Dúfnahóla 10 en það er heimili eins leikstjórans. Sumir voru að vísu mættir aðeins of snemma en það kom víst lítið á óvart. Það var tekið vel á móti okkur en það voru leiksstjórarnir sem sem sáu um eldamennskuna og nutu þau aðstoðar Magnúsar matráðs. Í veisluna auk mín, leikstjóranna og matráðsins mættu: Siggi Formann og Indra kona hans, Hjalti halti, Júlía semjari, Hulda "heyristvarlaí", Dilla saumakona og...já og Guðrún konan mín. Já og að ógleymdum húsverði okkar sem á víst eftir að skvetta duglega á mig vatni...eða einhverju seinna meirBoðið var upp á rauðvín í fordrykk og en klukkan 20:09 var fyrst skálað...minnir mig. En svo var skálað svona að meðaltali á 5 mínútna fresti eftir það. Þegar allir voru mættir var sest að snæðingi og var boðið upp á ljómandi gúllassúpu. Potturinn var það stór að það þurfti 2 sterkustu mennina í húsinu til að bera hann á borðið en borðið hafði einnig verið sérstaklega styrkt fyrir þetta. Súpan bragðast undursamlega og þegar allir voru mettir var haldið áfram að skála...og skála...og skála...Guðrún kona mín dró svo upp flösku al Singluðu möltuðu viskíi...Glengmorí held ég að það hafi verið...en alla vegna það var gott á bragðið. í sömu svifum kom Magnús matráður með eftirréttinn en þar var á ferðinni undursamleg ostakaka að hætti hússins.Eftir skemmtilegt spjalla þar sem spjallað var um ýmislegt var síðan kominn tími til heimferðar...og það skal tekið fram að sá sem mætti fyrstur á staðinn fór síðastur.13/11 2007
Erfið en skemmtileg æfing á Eyjaslóð. Byrjuðum á boltaleik en honum var snögglega hætt þegar annar leikstjórinn hafði smassað hinn leikstjórann niður...efast um að við fáum aftur að fara í boltaleik. Síðan var tekinn einn einbeitingarleikur og svo var spunað smá. Þá var allt klárt í að fara í seinni hlutann. Margt skemmtilegt að gerast. Við erum reyndar á því tímabili að textinn er ekki alveg 100% öruggur en það kemur...er það ekki???15/11 2007
Æfing að Eyjaslóð gekk vel í dag. VIÐ FENGUM AÐ FARA AFTUR Í BOLTALEIKINN!!!! En kannski var það af því að annar leikstjórinn var lasinn heima. En við byrjuðum sem sagt á smá upphitunar og einbeitingaræfingum. Svo var farið í nýjan boltaleik sem ég held að heiti "leggjum Þráinn í einelti boltaleikur"...hann var ekkert sérstakur. Dilla var mætt á svæðið ig leitaði logandi ljósi að skóm til að troða okkur í. Við vorum að vinna í fyrripartinum til klukkan 21 en þá var sest niður og rætt um búningamál. Heyrði fullt af orðum sem ég hef ekki heyrt áður...og heyri kannski aldrei aftur. En sem sagt skemmtilegt kvöld í góðum félagsskap:)18/11 2007
Æfing á sunnudagsmorgni. Æfing hófst klukkan 10 með upphitun. Náðum 100 í boltaleiknum!!!! Svo var dansað smá...tókum fjóra spuna dansa þar sem við skiptum um partner eftir hvern dans. Kláruðum svo að fara í gegnum fyrri partinn og var tekið vel á okkur Sigga!!!! Eftir það tókum við matarhlé. Silja sá um að næra okkur en á boðstólnum var LÚÐA, brauð og ávaxtaskinkusalat. Eftir át og þrumuspjall var síðan farið í seinni þáttinn. Þræl skemmtilegt allt saman. Æfðum til klukkan 15 en þá hurfum við öll út í góða veðrið.20/11 2007
Blár...og marinn!20/11 2007
Í þetta sinn fengum við hjónin smá tíma með sjálfum okkur til að vinna í okkar málum, og hafði okkur miðað vel áleiðis þegar gestgjafar okkar mættu um kl. 21. Sambandið er allt á réttri leið hjá okkur. Það er komið í ljós að hann Hlynur minn er ekkert sérstakelga harður af sér, og eiginlega ótrúlegt hvað hægt er að kveina yfir litlu (sbr. síðustu færslu).Seinna boðið hélt áfram til kl 22 eins og vant er og allt er það í góðum farvegi.
28/11 2007
Já já...þið haldið náttúrulega að það hafi ekkert verið æft í langan tíma...en það er nú ekki alveg rétt. Við æfðum fimmtudaginn 22. nóv í Eyjaslóð. Silja stjórnaði okkur með harðri hendi...já talandi um hendi...það er ljóst að ég fæ að halda hendinni:D En allavega...æfingin á fimmtudag var þrælgóð og alveg hellingur sem gerðist þar.Í gær, þriðjudaginn 27. nóv var síðan aftur æfing og vorum við búin að endurheimta hann Rúnar aftur. Hann hafði farið til Köben í útrásarleit fyrir okkur. Við renndum 2svar yfir seinnihlutann og voru rennslin eins og svart og hvítt...við þurfum greinilega langa upphitun. Ég var laminn dálítið af konu minni...það er bara hressandi:) Eftir æfinguna ræddum við málin við Hjalta og Svönu. Mjög skemmtilegt að hitta þau:)28/11 2007
Gaman að vera kominn aftur. Ekki þar fyrir að ég var ekki bara í útrásarleit heldur einnig í heimildavinnu. Smakkaði meðal annars það Undursamlega.En fínar framfarir frá því ég var síðast. Margt spennandi að fæðast sem vonandi vex fiskur um hrygg. Nu þarf nauðsylega að fara að sjá einhverja búninga leikaranna vegna svo þau viti hvað tíma þau hafa í búningaskipti auk annars sem þau þurfa að gera í millikaflanum.
29/11 2007
Ég fór með kellinguna í matarboð í gærkveldi. Björn bauð okkur upp á fínasta nautakjöt. Hann var eitthvað að tala um að nautinu hefði verið gefið bjór og veislumat og svo væri spiluð músik meðan það fengi nudd...veit ekki með það en kjötið var alla vegna gott. Fékk svo að smakka dýrindis viskí hjá honum...bara helvíti gott. Svo sýndi hann okkur eitthvað klessuverk eftir einhvern Martein...það er ótrúlegt hverju fólki dettur í hug að hengja upp á veggi hjá sér. Björn var ekki alveg í nógu góðu skapi í gærkveldi...held að hann hafi verið eitthvað illa upplagður...örugglega eitthvað útaf krakkanum! En okkur lenti smá saman...Ég skil ekki svona geðsveiflur í fólki.Hlynur1/12 2007
Morgunæfing að Eyjaslóð. Mættum flest klukkan ellefu...Indra var reyndar óvenjuofvirk og mætti klukkan 10. Fórum í boltaleik með litlum og linum bolta. Silja mætti ekki fyrr en klukkan 12 og hún var með hinn boltann okkar. Eftir boltaleikinn tók Rúnar harkalega á okkur. Fórum í valdar senur og hjökkuðum aðeins í þeim. Þegar Silja var mætt fengum við okkur að snæða. Boðið var upp á reyktan silung, brauð, osta og fleira gúmmulaði.Södd og sæl renndum við síðan öllu leikritinu. Júlía hvíslaði af miklu öryggi...enda var hún með textann!!!! Árangursrík og skemmtileg æfing.4/12 2007
Æfing að Eyjaslóð klukkan 19:30...nei ég meina 20:00...jæja ókey klukkan 20:30 þá!!!! Við hjónin sátum reyndar róleg í kaffi með leikstjóranum klukkan átta en æfingin átti að byrja klukkan 20:30. Fínt að fá svona rólegan kaffibolla. Þegar allir leikarar, helmingur leikstjóra (Silja var fjarverandi) og tvöföld Júlía (hvíslari og höfundur) voru mættir tókum við smá boltaleik. Hann gekk ekki mjög vel og fannst mér allir hyper actívir í leiknum. Spurning um að prófa að fara í boltaleikinn áður en við fáum kaffi.Svo var hafist handa við að leika. Renndum báðum þáttunum með nokkrum vel völdum stoppum. Að mínu mati var þetta gríðarlega erfið æfing og tók hún mikið á. En þrátt fyrir það var hún áhrifarík og margt skemmtilegt nýtt sem gerðist. Toppurinn var samt lokaatriðið eftir að ég er farinn af sviðinu...maður fékk kökk í hálsinn barasta. Ég held að áhorfendur eigi bara eftir að skemmta sér vel við að berja okkur augum þegar sýningar hefjast.17/12 2007
Gaman, gaman að hittast aftur eftir tæplega tveggja vikna hlé :o) Síðasta æfingin fyrir jól var þannig aðeins nær jólum en upphaflega planlagt, sem kom til af því að Þráinn blessaður lagðist veikur í rúmið með gubbupestina. Hann var hins vegar mættur alveg stálsleginn ásamt hinum leikurunum, höfundi og báðum leikstjórum. Eftir stutta upphitun var talið í rennsli og viti menn, okkar yndislegu leikarar komu okkur Rúnari svona líka ánægjulega á óvart. Fyrirfram hafði ég búist við því að rennslið yrði kannski öfurlítið seigt sökum þess hversu langt væri síðan farið hefði verið í hlutina síðast. En annað kom á daginn. Rennslið einkenndist af óvæntum krafti, skemmtilega hárfínum viðbrögðum í augngotum og hreyfingum ásamt blæbrigðum í textameðferð. Dásamleg jólagjöf og ekki amalegt að geta farið róleg og glöð í jólafrí, vitandi að hlutirnir halda áfram að gerjast og þróast í höndum leikaranna þó ekki sé verið að vinna beinlínis í þeim á æfingum. Hlakka ennþá meira til þess að hitta hópinn aftur snemma á nýju ári og halda vinnunni áfram þar sem frá var horfið :o)3/1 2008
Fyrsta æfing á nýju ári og líka fyrsta æfingin í Möguleikhúsinu. Erfið æfing, texti í miklu klúðri og eins og alltaf þegar komið er í nýtt rími, fór mikil orka hjá hópnum í að finna sig í ríminu og muna allt sem lagt hafði verið inn fyrir jól.Eftir þessa æfingu er ekki hægt annað en að gera betur næst, eða hvað.
3/1 2008
Fyrsta æfing eftir jólafrí og það er óhætt að segja að jólasteikin hafi farið illa í okkur og hún virkaði alveg þrælseig. Sem er skrýtið því rjúpurnar og hangikétið sem ég borðaði var alls ekki seigt. Ég er ekki viss um að neinn hafi sofið vel eftir þessa fyrstu æfingu eftir frí. En það verður að bera einhvern lærdóm af þessu og ég mæli með því að sleppa alltaf fyrstu æfingu eftir svona frí.4/1 2008
Verslunarferð leikstjóranna í leit að propsi. Silja stjórnaði ferðinni og náði ótrúlegum árangri í hagstæðum innkaupum og sem ekki var síðra að fá hluti lánaða hvort sem um var að ræða viskíglös eða borða utan um pakka. Ég var reynslunni ríkari, fór mína fyrstu ferð í sænsku verslunina IKEA sem er meira að segja í öðru sveitarfélagi og ég hafði einsett mér að koma aldrei í, en gerir maður ekki allt fyrir listina!!!5/1 2008
Æfing dagsins hafði verið eyrnamerkt STÓRU skiptingunni milli leikþáttanna tveggja. Í skiptingunni þarf að breyta um sviðsmynd og propsa, leikararnir þurfa að skipta um búninga, laga hár og fleira, auk þess sem okkur langaði til þess að gefa nokkrar lýsandi stemningsmyndir sem gæfu áhorfendum upplýsingar um hvað gerist á því ári sem líður milli þátta. Þannig má t.d. sjá heimkomu Björns eftir langa fjarveru, Elínu niðursokkna í heimsbókmenntirnar, samskipti Elínar og Hlyns á heimili sínu og Svövu í þungum þönkum.Við byrjuðum daginn á því að taka upp símtölin tvö til þess að við gætum tímasett skiptinguna m.t.t. þeirra. Við Rúnar vorum fyrirfram búin að tala okkur í gegnum skiptinguna út frá því hvað þyrfti að gerast í henni og í hvaða röð, þannig að praktíska vinnan á gólfinu reyndist ganga mun fljótara og fumlausara fyrir sig en búast hefði mátt við, sem var afar ánægjulegt :o)Undir lok dags kom Gunnar Ben og horfði á það sem við vorum búin að gera, því hann ætlar að semja stemningstónlist fyrir verkið. Við þurfum tónlistarbrot sem spanna allt frá því að hljóma eins og venjuleg dinnertónlist, yfir í hluti sem hljóma hættulega, þunglyndislega, vonglatt og angurvært. Hlakka til að heyra hvað kemur úr smiðju Gunnars því hann er náttúrlega svo mikill snillingur þegar kemur að tónlist :o)Dilla leit einnig við undir lok dags og var komin með einn búning á Elínu, sem lofar góðu. Hlakka til að sjá rest og vona að stærstur hlutinn af útliti sýningarinnar verði tilbúinn á miðvikudaginn kemur.6/1 2008
Æfingin í dag, á morgundimmum sunnudegi á þrettánda jóladegi gekk vonum framar að mati hvíslarans. Þess sama og var með vesen á fimmtudagsæfingunni yfir því hvað jólasteikurnar þvældust mikið um minnisstöðvar og tungur leikaranna. Auk þess að vera með vesen út af textabrölti hefur hvíslari iðulega skoðanir á textameðferð og túlkun og er þar stundum að rekast með aðra litlu tána í gráa svæðið. En þar sem þetta er litla táin sem er hálflömuð eftir taugaskaða fyrir margt löngu sem tengist aumingjans ketti sem stóð mjálmandi úti í kuldanum og sem er önnur saga og verður ekki sögð hér þá er þetta umborið - tel ég.Gaman að vera komin í leikhúsið þar sem allt gerist næstu tvær vikurnar.
Hulda
6/1 2008
Hættum aðeins fyrr en ráð hafði verið fyrir gert þar sem ljóst var að meirihluti leikhópsins þurfti að mæta aftur seinna um daginn í stúdíó til að taka upp símtöli tvö sem brúa skiptinguna milli þátta. Upptökurnar gengu ágætlega fyrir sig, nema hvað einhverjum skotglöðum einstaklingum fannst einmitt vera rétti tíminn meðan við vorum að taka upp til þess að skjóta upp slatta af flugeldum. Það gerði vinnu okkar Hjalta að upptökum loknum enn meiri, þ.e. að leita að bestu upptökunum m.t.t. til annars vegar gæðis í leik og hins vegar þess hvar minnst væri um sprengingar. Hugsaði sprengifólkinu þegjandi þörfina. Fengum að heyra tónlistina sem Gunnar Ben er búinn að semja fyrir sýninguna. Fer að halda að maðurinn geti hreinlega lesið hugsanir, því stemningin í tónlistinni er nákvæmlega eins og ég hafði heyrt hana fyrir mér. Gaman :o) Hlakka bara til að renna skiptingunni á þriðjudaginn með réttri hljóðmynd.8/1 2008
Fyrsta æfing með hljóðmynd. Skiptingar gengu ótrúlega vel upp, þarf aðeins smánostur hér og þar.Renndum fyrri hluta fram yfir skiptinguna, miklar framfarir í leik og textakunnáttu þó auðvita sé alltaf hægt að bæta sig. Eftir nótur rúlluðum við byrjuninni aftur fram að Álfalandi og eins seinni partinum þangað til að Hlynur og Elín fara nokkrum sinnum til að gera þetta allt þjálla.
9/1 2008
Byrjuðum á að skoða búninga sem Dilla og Júlía komu með. Út úr því kom annar búningur Svövu og lítið annað. Ég hefði viljað að þetta væri komið lengra. Búningarnir hafa svo mikið að segja þegar leikmyndin er svona lítil.Byrjuðum seint að renna seinni hlutanum með undanfarandi skiptingu. Enginn hvíslari. Æfingin svona lala. Allt svo sem rétt og allt sem hafði verið lagt inn til staðar en mikil þreyta í öllum sem skilaði sér inn í æfinguna. Verður betra á laugardaginn.