Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 28/10 2007

Siggi, 28/10 2007 kl. 19:49:

Þú meinar að ég held Barða.

gamli leikstjórinn, 28/10 2007 kl. 21:00:

Já auðvitað. En þeir Bjarki eru þremenningar.

Hlynur sjálfur, 29/10 2007 kl. 12:40:

Ó ég hélt að Barði og Baddi væru þremenningar!!! Og Bjarki og Baddi eru bræðrasynir...Nei...bíddu nú við...sko Bjarki og Barði eru systrabræðra þannig að ef þú tekur einn úr Bjarka og annan úr Barða þá eru þeir óskakkir þremenningar...það er rétt!!!!

Aftur í dagbók


28/10 2007

Sunnudagur. Byrjuðum kl 11.00. Hituðum upp með bolta og japönskum öskuræfingum. Þá voru leikararnir látnir sýna danskúnstir sínar í pörum þar sem skipt var um partnera svo allir dönsuðu við alla. Afar áhugaverðir dansar. Bar kannski hæst í byrjun dans þeirra Björns og Hlyns sem minnti helst á fornt ættflokkaritúal fullt af testosteroni Undir söng Lhasa indjánaseið. Næst var vals Maigret þar sem ógnvekjandi stökk Svövu og Hlyns gerðu það að verkum að Elín og Björn dönsuðu með veggjum. Að lokum Piazolla tangó þar sem hjónin dönsuðu saman og sýndu mikla samvinnu við að fylgja hvert öðru. Skemmtilegt.
Þá var haldið áfram að hjakka í fyrri partinum þar sem frá var horfið síðast og símtölin sem brúa þættina lesin.
Þá tóku við tveir spunar þar sem annars vegar komu við sögu óvæntar fréttir, öryggi og ábyrgð og hinn þar sem hjón takast á við nýtt líf eftir langan aðskilnað
Loks var smakkað aðeins á seinni hlutanum.
Gestir á æfingu: höfundurinn, Jónatan sem er ekki úr öðru leikriti og einhver sem sumir héldu að gæti verið Bjarki.

Rúnar Lund

28/10 2007