aldni leikstjórinn, 9/11 2007 kl. 20:32:
Dansar hjónanna í fyrri dansinum, tangó, voru afar mismunandi. Meðan annað parið sýndi seiðandi erótík var fengitímadans hins afar frumstæður svo ekki sé meira sagt. Santana gaf tóninn fyrir seinni dansinn þar sem þeir Björn og Hlynur sýndu og dönsuðu mikinn karlmennsku dans þar sem karakter einkenni beggja komu berlega í ljós.
Aftur í dagbók
8/11 2007
Hörkustuð og sprúðlandi gleði í matarboðinu í gærkvöldi svei mér þá. Gestirnir og gestgjafarnir voru líka búnir að fá sér rautt og hvítt, kasta bolta og snúa sér í hring. Mörgum sinnum meira að segja. Hlynur reitti af sér ósmekklega og pínlega brandara og athugasemdir sem viðstaddir reyndu að láta sem vind um eyru þjóta. Með misjöfnum árangri eins og gefur að skilja enda maðurinn eins og fíll í postulínsbúð. Hann kláraði líka jólakonfektið á heimilinu og tæmdi úr nokkrum bokkum. Engu að síður - bráðskemmtileg kvöldstund. Svona í það heila. Hlökkum til næsta matarboðs. Þá verður nefnilega hlegið ennþá meira!
Elísabet Indra Ragnarsdóttir
8/11 2007