Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 10/11 2007

Guðrún Eysteins, 12/11 2007 kl. 21:06:

- sammála síðasta ræðumanni.
Eitthvað var heilastarfsemin í lágmarki í gær, þ.e. sunnudag og varð því ekkert úr blogginu. Fyrir það biðst ég forláts. Eða afláts. En æfingarnar á laugardaginn voru góðar - þær batna bara svei mér þá með hverju skiptinu.
Þannig var kvöldæfingin a.m.k. jafn-góð, ef ekki betri, en eftirmiðdagsæfingin. Gott samt að þær eru ekki allar alveg svona útkeyrandi...

Aftur í dagbók


10/11 2007

Eftir upphitun og leiki byrjuðum við á nokkrum stöðuspunum. Síðan leituðu þeir Björn og Hlynur aftur til sinna fyrstu kynna. Síðan kom spuni þar sem Hlynur ætlaði að koma Elínu ánægjulega á óvart svona einu sinni en viðbrögð hennar og þróun spunans sýndi svo ekki verður um villst á hverju þetta hjónaband nærist.
Síðan var hjökkuðum við í seinni partinum sem ekki var vanþörf á. Sem sagt gagn og gaman. Og svo partí.

Rúnar Lund

10/11 2007