Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 10/11 2007

Rúnar, 12/11 2007 kl. 15:10:

Til að valda ekki miskilningi var viskí smökkunin eingöngu framkvæmd í þágu sýningarinnar enda er afar mikilvægt að vita hvað maður er að tala um svo áhorfendur átti sig á hvað um er að vera. Súpan og það sem með var etið og drukkið var að sjálfsögðu mikilvægur þáttur í vinnu leikhópsins í þágu sýningarinnar.

, 12/11 2007 kl. 22:46:

indra, 12/11 2007 kl. 22:54:

Þráinn gleymir sýningarstjóranum í gestalistaupptalningunni. Og þar fer maður með völd eins og bent hefur verið á því hann sér um vatnsaustrið á sýningunum og stillir hitastig vatnsins - við líkamshita eða frostmark svona eftir því hvernig liggur á honum. Þar sem Hlynur blessaður /alias Þráinn, mun fá gusuna yfir sig taldi ég réttast að benda á þennan lapsus - það getur nefnilega verið afar óheppilegt að móðga hátt setta. Tak for sidst annars- þetta var sko alveg frábær súpa!

Aftur í dagbók


10/11 2007

Já það var sko partý. Það var mæting klukkan 20:00 í Dúfnahóla 10 en það er heimili eins leikstjórans. Sumir voru að vísu mættir aðeins of snemma en það kom víst lítið á óvart. Það var tekið vel á móti okkur en það voru leiksstjórarnir sem sem sáu um eldamennskuna og nutu þau aðstoðar Magnúsar matráðs. Í veisluna auk mín, leikstjóranna og matráðsins mættu: Siggi Formann og Indra kona hans, Hjalti halti, Júlía semjari, Hulda "heyristvarlaí", Dilla saumakona og...já og Guðrún konan mín. Já og að ógleymdum húsverði okkar sem á víst eftir að skvetta duglega á mig vatni...eða einhverju seinna meir

Boðið var upp á rauðvín í fordrykk og en klukkan 20:09 var fyrst skálað...minnir mig. En svo var skálað svona að meðaltali á 5 mínútna fresti eftir það. Þegar allir voru mættir var sest að snæðingi og var boðið upp á ljómandi gúllassúpu. Potturinn var það stór að það þurfti 2 sterkustu mennina í húsinu til að bera hann á borðið en borðið hafði einnig verið sérstaklega styrkt fyrir þetta.

Súpan bragðast undursamlega og þegar allir voru mettir var haldið áfram að skála...og skála...og skála...Guðrún kona mín dró svo upp flösku al Singluðu möltuðu viskíi...Glengmorí held ég að það hafi verið...en alla vegna það var gott á bragðið. í sömu svifum kom Magnús matráður með eftirréttinn en þar var á ferðinni undursamleg ostakaka að hætti hússins.

Eftir skemmtilegt spjalla þar sem spjallað var um ýmislegt var síðan kominn tími til heimferðar...og það skal tekið fram að sá sem mætti fyrstur á staðinn fór síðastur.

Þráinn Sigvaldason

10/11 2007