Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 29/11 2007

Hulda Hákonardóttir, 3/12 2007 kl. 00:01:

Þú skilur vini þína svo óskaplega vel Hlynur.

Aftur í dagbók


29/11 2007

Ég fór með kellinguna í matarboð í gærkveldi. Björn bauð okkur upp á fínasta nautakjöt. Hann var eitthvað að tala um að nautinu hefði verið gefið bjór og veislumat og svo væri spiluð músik meðan það fengi nudd...veit ekki með það en kjötið var alla vegna gott.

Fékk svo að smakka dýrindis viskí hjá honum...bara helvíti gott. Svo sýndi hann okkur eitthvað klessuverk eftir einhvern Martein...það er ótrúlegt hverju fólki dettur í hug að hengja upp á veggi hjá sér.

Björn var ekki alveg í nógu góðu skapi í gærkveldi...held að hann hafi verið eitthvað illa upplagður...örugglega eitthvað útaf krakkanum! En okkur lenti smá saman...Ég skil ekki svona geðsveiflur í fólki.

Hlynur

Þráinn Sigvaldason

29/11 2007