Athugasemdir við færslu 1/12 2007
Júlía, 3/12 2007 kl. 10:15:
Fyrirgefið hvað ég er grimm á textanum. En þetta er nú einu sinni míns eigins texti og þess vegna er ég svona viðkvæm:)
Það er mjög gaman að sjá ykkur æfa þetta og margt óskaplega fínt að gerast.
Sigga Lára, 4/12 2007 kl. 15:59:
Vá. Var að lesa þetta allt í einni bendu. Var alveg búin að gleyma að það væri verið að æfa leikrit.
Ji, hvað þið eruð dugleg. Hlakka mikið til að sjá útkomuna. Man að mér fannst þetta lofa góðu síðast þegar ég las handrit, fyrir ári síðan eða meir.
Verður ekki annars örugglega frumsýnt í janúar? (Annars er hætta á að ég verði orðin heimilisföst með nýjan gólandi grís og verði að bíða eftir DVD-inu.)
Silja B., 4/12 2007 kl. 18:18:
Jú, við frumsýnum í Janúar. Nánar tiltekið laugardaginn 19. janúar :o) Hlakka til að sjá þig þar.