Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 16/1 2008

Hlynur sjálfur, 18/1 2008 kl. 09:08:

Hvaða helvítis vitleysa er þetta...það er allt í lagi með hárið á mér

Aftur í dagbók


16/1 2008

Eitthert los virðist vera komið á bloggfærslurnar og skortur á skýrslum eftir hverja æfingu. Skýrist skorturinn e.t.v. af þeirri keyrslu sem verið hefur undanfarna viku eða svo - æfingar flesta daga og fremur langar. Það gerist svo margt að illmögulegt er að muna það allt og skrá, en æfingar voru sum sé 10., 12., 13., 14., 15., og 16. janúar og furðu mismunandi verð ég að segja. Nú síðast var rennt tvisvar yfir verkið - fyrst mjög á rólegu nótunum í einhverskonar tæknirennsli til að fínstilla lýsinguna - og var það gaman - og síðan með örfáum áhorfendum á eðlilegum hraða og styrk - og var það líka gaman. Búningar eru held ég allir komnir, nema hárið á þeirri persónu sem stendur mér næst.

Guðrún Eysteinsdóttir

16/1 2008