Athugasemdir við færslu 14/2 2008
Ásta, 14/2 2008 kl. 22:37:
Því er kannski helst að bæta við að í fyrstu æfingunni fundu Tommi og Haraldur legið í sjálfum sér og Haraldur reynist vera sérstaklega passíf/aggresíf maður - bæði í fasi og látbragði. Júlía var fjarri góðu gamni og sárt saknað enda hætta á að þetta leikrit hverfist yfir í splatter þegar hún er ekki á staðnum (hvernig er dagur í lífi klósettbursta á spítala?)
14/2 2008
Hreinn og Margrét mættu hress og kát á æfingu í gærkveldi. Fyrr um kvöldið höfðu Haraldur, Vera Líf, Tommi og Ella Dís grúskað í sínum senum.... en ég hef víst ekki hugmynd um hvað gekk á þar því ég mætti á svæðið þegar þau voru að ljúka!En þegar Hreinn og Margrét voru mætt var hafist handa við að renna nokkrum sinnum í gegnum tvö atriði þar sem Margrét reiðist karlmenn enn og aftur.... aumingja konan er bara að drepast úr biturleika!! Hreinn æfði sig í að sveifla kústi yfir ímyndaðann haus Tomma (þið skiljið þegar þið sjáið þetta "live"!) og ota blautum klósettbursta að fólki... afskaplega lekkert!!
En annars fannst mér æfingin ganga vel í kvöld....fyrir utan smotterís textarugl.... en það kemur :)Takk fyrir mig! 14/2 2008