39½ vika
Æfingadagbók 24/1 26/1 28/1 29/1 30/1 3/2 7/2 12/2 14/2 20/2 25/2 26/2 4/3 5/3 12/3 22/324/1 2008
Með undraverðum hætti tókst að smala saman nær öllum hópnum og renna leikritinu í gegn einu sinni. Allt óæft auðvitað og skemmtilega ringlað enda handrit öll á lofti. En mjög þarft fyrir leikstjórana að sjá hvernig leikritið liggur, hvar mæðir mest á skiptingum og hvar túlka má atriði í handriti á mismunandi vegu. Höfundur var til taks til að fylgjast með og útskýra eitt og annað.Hópurinn allur er mjög skemmtilegur, líflegur og greinlega til í hvað sem er leikstjóralufsum til mikils léttis. Ekki var gert meira þetta kvöldið en að sjálfsögðu var byrjað á klassískum bolta.26/1 2008
Sökum mannmergðar í verkinu og tíðra út- og innkoma voru nokkrir vel valdir og samhengislausir bútar æfðir á laugardaginn og verður sá háttur hafður á fyrst um sinn.Við byrjuðum á leika okkur með daðurdans Margrétar og Hreins, hoppuðum síðan inn í biðstofuballet með Tomma, Veru Líf, Ellu Dís, Urði Öldu og Haraldi og enduðum á byrjuninni með Val og Tomma tangói. Ennþá eru allir að læra textann sinn eins og eðilegt er þannig að æfingar fara mikið í það að prófa stöður, innkomur og ásetning. Persónurnar eru allar farnar að lifna við sem leikstjórunum finnst ógurlega skemmtileg.28/1 2008
39 og 1/2 vika er brotakennt leikrit eins og titillinn gefur til kynna og í takt við það var aðeins brot af leikstjórateyminu á þessari æfingu - 2/3. Soldið stórt brot reyndar.Haldið var áfram að fínpússa Tomma og Val enda þeir kumpánar burðarás verksins. Farið var yfir fyrstu tvö atriðin með þeim ásamt hluta af fjórða atriði. Ella Dís mætti síðan á svæðið og varð sér til ævarandi skammar eins og ætlast var til.29/1 2008
Verandi sá þriðjungur leikstjórateymisins sem missti af mánudagsæfingunni var ég spenntur að sjá hvað þá hefði gerst. Það sást strax að það var umtalsvert. Það voru þroskaðri eintök af karakterunum Vali og Tomma sem þarna blöstu við en þau sem við skildum við á laugardaginn.Við fengum líka Friðmeyju félagsráðgjafa í heimsókn. Það spunnust geysiskemmtilegar vangaveltur um væntanlegt ferðalag hennar, aldur, tómstundaiðju, kynhneigð og pottablómarækt. Höldum öllu opnum í þessum efnum í bili.Vera Líf kom líka á staðinn og uppgötvaði að hún hafði verið blekkt.Við erum búin að ná góðu starti á síðustu dögum, enda erum við með góðan hóp að því mér sýnist. Nú þarf bara að halda dampinum.30/1 2008
Jæja, þá er komið að því að "óbreyttur og ómerkilegur" leikari láti eftir sér að blogga.Hreinn húsvörður stefnir í að verða hreint óþolandi, dúkkar upp á ólíklegustu stöðum og úr ólíklegustu áttum, stofnandi öðrum persónum í bráða hættu með bregði, kústum og klámvísum. Sem er alls ekki slæmt, þar sem ég fæ að leika téðan Hrein. Hann leynist á bak við sófa, sópar óþægilegheitum út í horn, leynir á sér í leirburðinum og laumast með kvensum á afvikna staði. Hreinn var semsagt afar (jafar?) áberandi í æfingu kvöldsins, og það fannst mér gaman. Ha, aðrir persónur og leikendur? Jújú, þau voru líka fín, sko. Hei, það sagði enginn að þetta mætti ekki vera sjálfhverf bloggfærsla... En, jú, Valur, Tommi og Margrét (AKA Hjalti, Aron og Ragga) voru líka með á æfingunni. Og, hérna, voru alveg bráðgóð sko. Og leikstjórarnir líka. Það skemmtilega við að hafa þrjá leikstjóra er að þeir (eða þau) fá allir (eða öll) sitt hvora hugmyndina og þess vegna fáum við leikararnir að prófa allan fjandann. Og það besta er að þeim gengur alveg ágætlega að koma sér saman um hvað virkar best. Æi, sjitt, gleymdi mér, þetta átti að vera sjálfhverf færsla...3/2 2008
Leistjórarnir þríeinu eru gífurlega dulegir að skipuleggja og tókst að skipuleggja marga hringi í kringum sig þannig ekki urðu allar æfingar fullmannaðar um helgina. Sunnudagsæfingin var því með rólegra móti þar sem farið var í hluta af símtölunum í sjötta þætti og mikið spekulerað hvað fólk gerir eiginlega á meðan það spjallar við vini og ættingja. Þegar enginn sér til...Einnig fengum við að kynnast Haraldi betur en nokkru sinni áður þar sem hann helti úr skálum ringulreiðar sinnar við "félagsráðgjafann" og komumst að því að það er himinn og haf á milli túlkunnar á "þetta" og "'etta".Eftir sem áður voru allir leikara í banastuði og nú þarf Hjalti bara að muna eftir að mæta í einhverju öðru en hvítu manndrápsskónum ógurlegu. Við höldum nefnilega að Valur sé ekki týpan sem geti kramið rollur með því einu að stíga léttilega á þær.7/2 2008
Undirritaður leikstjóri fór með einræðisvöld á þessari æfingu og fékk að leika sér kvöldlangt með Val, Tomma og Haraldi. Piltarnir sýndu alls kyns skemmtilega takta; Tommi fann kvæðamanninn í sjálfum sér, Valur reyndist haldinn frestunaráráttu ásamt því að vera talsverð tepra og Haraldur er sífellt að koma betur í gegn sem hinn ringlaði og barnelski bissnessgaur sem hann er. Hreinn átti einnig að dúkka upp en var sleginn bráðalesblindu og því voru frekari æfingar blásnar af. Sem var sennilega eins gott því illa dekkjaður bíllinn minn sat fastur í snjómýrinni fyrir utan Eyjarslóð í a.m.k. korter og Hjalti eyddi öllum afgangskröftum í að ýta honum út áður en hann fór - væntanlega dauðuppgefinn - á Hraungigg. Mínir afgangskraftar fóru hins vegar í að moka mig inn í stæðið heima á - sem síðar kom í ljós - sprungnu dekki. Stundum á maður nú bara að hlusta það sem alheimurinn - í gegnum veðurguðina - er að reyna að segja manni.12/2 2008
Vúps - tilkynningaskyldunni ekki verið sinnt sem skildi. Leikstjórar verða víst að taka það til sín á meðan það gleymist að skikka leikarana. En það horfir allt til betri vegar þar sem tókst að véla leikara til að setja inn næstu færslu.Á meðan var þriðjudagsæfingin hin ágætasta. Valur reyndi eftir fremst megni að höndla það óþolandi fólk sem var að ryðjast inn á skrifstofuna hans í tíma og ótíma. Margrét vissi ekki hvort hún var að koma eða fara og Hreinn rembdist við að affeðra Val. Nú erum við kominn á það stig að það fer tilfinnanlega að vanta hurð í verkið. Hurðir - miklu frekar en dyr - bjóða upp á alls kyns tilþrif. Hjalti lofaði vonandi ekki upp í ermina á sér þegar hann sagðist skyldi redda slíkri fyrir laugardaginn (eða var það sunnudaginn?)14/2 2008
Hreinn og Margrét mættu hress og kát á æfingu í gærkveldi. Fyrr um kvöldið höfðu Haraldur, Vera Líf, Tommi og Ella Dís grúskað í sínum senum.... en ég hef víst ekki hugmynd um hvað gekk á þar því ég mætti á svæðið þegar þau voru að ljúka!En þegar Hreinn og Margrét voru mætt var hafist handa við að renna nokkrum sinnum í gegnum tvö atriði þar sem Margrét reiðist karlmenn enn og aftur.... aumingja konan er bara að drepast úr biturleika!! Hreinn æfði sig í að sveifla kústi yfir ímyndaðann haus Tomma (þið skiljið þegar þið sjáið þetta "live"!) og ota blautum klósettbursta að fólki... afskaplega lekkert!!
En annars fannst mér æfingin ganga vel í kvöld....fyrir utan smotterís textarugl.... en það kemur :)Takk fyrir mig!
Ragnheiður Erna Kjartansdóttir
20/2 2008
Hugleiksvefurinn átti við einhverja tilvistarkreppu að etja um helgina og því röskuðust uppfærslur á dagbókinni. Hún er þó komin á sinn stað og mál að halda áfram þar sem frá var horfið.Æfingar hafa haldið áfram jafn og þétt á nær hverjum degi og handrit verða æ sjaldséðari. Nú er að bresta á sá tími þegar farið verið að renna heilum atriðum og er brýn þörf á. Þótt auðvelt sé að skipta leikritinu upp í marga búta og æfa það án samhengis er ýmislegt forvitnilegt sem kemur í ljós þegar bútunum er púslað aftur saman. Þriðjudagsæfingin sýndi það berlega þar sem farið var vel í lok 9. atriðis og fyrri helming þess 10. Annars verður Valur alltaf kindarlegri og kindarlegri og Tommi hefur síaukna þörf til að tjá sig líkamlega. Margrét varð miklu óléttari heldur en Vera Líf sem á þó að vera komin lengra á leið. Friðmeyju reyndist erfitt að finna - fyrir utan það að hún virðist vera með plöntublæti á háu stigi og búin að fylla stofnunina af gladíólum.Efst á óskalista leikstjórana þessa dagana (fyrir utan handritslausar æfingar og áhyggjulausan frumsýningardag) er eiginleg leikmynd og vísir að búningum - helst bumbum. Held að við séum að lenda niðri á því að það sé búningamál fremur en propsmál.25/2 2008
Sunnudagsrennslið var sérstakt fyrir þær sakir að loksins var kominn vísir að eiginlegri leikrmynd. Júlía, Guðrún og ég fórum í húsgagnageymslu eina á vegum ríkisins og fengum að leika þar lausum hala og viða að okkur leikmynd - borðum, stólum, skjalaskápum o.fl. Blikkuðum síðan smiðinn á staðnum til að laga fyrir okkur hurð og hringja í sendibíl til að ferja allt á Eyjarslóðina. Einhver hefur síðan tekið sig til og blikkað sendibílsstjórann því hann neitaði að taka við greiðslu og er kostnaður við leikmynd því enn í sögulegu lágmarki (0 kr.)Okkur áskotnaðist einnig á sunnudaginn hvíslari, tónlistarhöfundur, förðunarfræðingur og altmuligtmanneskja. Þykjumst við rík sem aldrei fyrr.En já rennslið... við byrjuðum á því að fara yfir símakaflann. Ýmsar góðar hugmyndir ultu upp á yfirborðið en við eigum samt eitthvað eftir að vinna meira í þessari senu. Síðan var öllum seinni helmingnum rennt - handritslaust - og var gífurlegur munur frá því um síðustu helgi. Greinilega margt gerst í þessum senu í vikunni og gaman að sjá þegar allt byrjar að þokast áleiðis að endamarkinu.26/2 2008
Drifum í að renna fyrripartinum þennan þriðjudag. Sum atriðin höfðu ekki verið tekin fyrir nokkuð lengi, og sáust þess merki, auk þess sem textakunnátta var brotakennd. Eftir vænan bunka af nótum sáum við þann kost vænstan í stöðunni að renna þessu bara aftur. Munurinn var sláandi - mikið af texta og lögn er greinilega alveg til staðar hjá fólkinu okkar, bara ekki alveg á takteinum ennþá.4/3 2008
Jasso, eitthvað er bloggið farið að dala og best að trana sér aðeins fram. Þú tekur í nefið? Nú, ekki það nei. Jæja, hvað um það. Við bruggðum undir okkur hinum betri fæti og héldum í Möguleikhúsið í gærkvöld, og skilst mér að hér munum við halda okkur eftir því sem mögulegt er, þó að mögulega geti mögulegt (og ómögulegt?) brölt möguleikhúsmanna gert þann möguleika ómögulegan einhver kvöld. Rennt var í atriði Haralds og Ellu Dísar. Ella Dís gengur nú ansi sóðalega um og sá ég mér ekki annað fært en að bjarga þar málum. Gekk það eins og í sögu. Að því loknu var rennt í lokakaflann, eftir miklar vangaveltur um það hvort hægt yrði að troða mér (nú, eða Gretti) í skjalaskápinn. Gekk það einnig eins og í sögu (rennslið, altso). Fyrsti áhorfandinn mættur á pall, lítill frændi Svönu, og ekki laust við að drengurinn yrði skelfdur að sjá frænku sína umhverfast í Lóló. Hygg ég þó að hann hafi nú ekki hlotið nein óbætanleg ör á sálinni, að heitið geti.Annars er ekki úr vegi að enda þetta á einni stöku:Möguleikhús magnað ermá þar finna svuntu
Ekki er laust þó við það hér
að langi mig í kaffikær kveðja,
Hreinn
5/3 2008
Jæja, á sama tíma og marsmánuður rennur í hlaðið eru rennsli á 39 ½ viku komin í Möguleikhúsið. Nýjar hugmyndir fæðast í tíma og ótíma og persónusköpunin hefur tekið stakkaskiptum hægt og bítandi.Hin ábyrgðafulla og sjóndapra Friðmey hefur vopnað sig með fyrsta flokks úðabrúsa sem hún notar óspart á elsku gladíóluna sína og önnur plöntuleg fyrirbæri. Tommi virðist svolítið “túlípanalegur” í grænum bol með rauða húfu og Friðmey sparar ekki dropana á slíka gersemi.
Ella Dís – gella skvís er fyrsta flokks sóðapía sem hrækir tyggigúmmíi á stofnanagólf án umhugsunar og Hreinn “klámkjaftur” húsvörður er ekki lengi á svæðið til að kroppa slummuna burt og stinga henni uppí ginið á sjálfum sér. Ekki má gleyma að Hreinn er nú orðinn alvöru húsvörður með naglbít, sem nýtist vel við tyggigúmmísslummusköfun sem og mörkun tuskulamba.
Sveitasjarmörinn Valur er farinn að frussa kaffi og hímir í felum undir skrifborði fyrir vinnufriðaspillinum og er orðinn æ kindarlegri yfir klámvísunni hálfkveðnu.
TALANDI UM KINDUR! “Kindakast” gæti hæglega orðið að “þjóðarsporti Hugleiks”, en ígrundaðar kast- og griphreyfingar Tomma og Vals þóttu til fyrirmyndar.
Líkamstjáningar Tomma verða vandaðri með hverri æfingu og spurning hvort hann sé ekki bara svona fljótur að tala með líkamanum heldur en fljótur að hugsa.Þessi æfing reyndar fámenn, bæði í hópi leikara og leikstjórnar, en þó var miklu áorkað!