Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 5/3 2008

Anna Begga, 11/3 2008 kl. 17:21:

finn hvergi upplysingar um thad a sidunni hvenaer a ad frumsyna... fer ekki ad lida ad thvi ?

toj toj til ykkar allra.. hlakka til ad sja ykkur thegar eg kem heim..

kvedja fra Boliviu,

Ríkey, 11/3 2008 kl. 23:45:

Stefnt er á frumsýningu 28.3

Aftur í dagbók


5/3 2008

Jæja, á sama tíma og marsmánuður rennur í hlaðið eru rennsli á 39 ½ viku komin í Möguleikhúsið. Nýjar hugmyndir fæðast í tíma og ótíma og persónusköpunin hefur tekið stakkaskiptum hægt og bítandi.
Hin ábyrgðafulla og sjóndapra Friðmey hefur vopnað sig með fyrsta flokks úðabrúsa sem hún notar óspart á elsku gladíóluna sína og önnur plöntuleg fyrirbæri. Tommi virðist svolítið “túlípanalegur” í grænum bol með rauða húfu og Friðmey sparar ekki dropana á slíka gersemi.
Ella Dís – gella skvís er fyrsta flokks sóðapía sem hrækir tyggigúmmíi á stofnanagólf án umhugsunar og Hreinn “klámkjaftur” húsvörður er ekki lengi á svæðið til að kroppa slummuna burt og stinga henni uppí ginið á sjálfum sér. Ekki má gleyma að Hreinn er nú orðinn alvöru húsvörður með naglbít, sem nýtist vel við tyggigúmmísslummusköfun sem og mörkun tuskulamba.
Sveitasjarmörinn Valur er farinn að frussa kaffi og hímir í felum undir skrifborði fyrir vinnufriðaspillinum og er orðinn æ kindarlegri yfir klámvísunni hálfkveðnu.
TALANDI UM KINDUR! “Kindakast” gæti hæglega orðið að “þjóðarsporti Hugleiks”, en ígrundaðar kast- og griphreyfingar Tomma og Vals þóttu til fyrirmyndar.
Líkamstjáningar Tomma verða vandaðri með hverri æfingu og spurning hvort hann sé ekki bara svona fljótur að tala með líkamanum heldur en fljótur að hugsa.

Þessi æfing reyndar fámenn, bæði í hópi leikara og leikstjórnar, en þó var miklu áorkað!

Ríkey Júlíusdóttir

5/3 2008