Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 29/4 2008

, 1/5 2008 kl. 08:52:

Heyrðu...gleymdi alltaf að taka það fram að ég bið að heilsa öllum sem þið hittið frá Múrskarandi.

Aftur í dagbók


29/4 2008

Kæri Jóli...

Dagur eitt!
Þessi færsla kemur, eins og dyggir aðdáendur ferðafærslna taka væntanlega eftir, frekar seint.
Það æxlast af þeirri augljósu en framúrskarandi ástæðu að við höfum hvorki haft tíma né aðstöðu til blogga. Dagurinn hófst allt of snemma (4:10) við það að klukkan hringdi í þriðja sinnið og það var ekki lengur flúið að drattast á lappir. Ég arkaði mér upp á Barónstíg þar sem herra Pálsson mætti mér á stórum og góðum skutleigubíl Við ókum sem leið lá niður á BSÍ og gerðum upp bílinn (skipta þurfti um gorma, bremsuklossa og einn driflið auk þess sem lakkið var fremur illa farið).
Þar tók við allt þetta venjulega. Rúta, tékkinn, öryggisskoðun, ómskoðun, litháinn, Bjórogsígó, flugvél, útlönd, rúta, upplönd, Vesteras, Móttaka, Gamlir vinir, hótel, leiksýning (í hinum klassíska Þiðeruðkomináleiklistarhátíðognúfáiðiaðvitahvernigáallsekkiaðgeraþetta Stíl) og svo klúbburinn. Þar byrjuðum við að blanda geði við annað fólk, eins einkennilega og það kann að hljóma, og erum búin að ná ágætis viðkynnum við fullt af fólki sem við eigum varla eftir að hitta aftur næstu árin.
heilt yfir ansi venjubundinn en verklegur fyrsti dagur.

Hér fyrir neðan er svo mynd af dýri sem við Frónverjar eigum kannski ekki alveg að svona á götum úti en varð á vegi okkar á heimleiðinni... ég pant skýra hann Patta... eða Baldur

Góðar stundir og kveðja frá Kónginum

Hjalti Stefán Kristjánsson

29/4 2008