Athugasemdir við færslu 30/4 2008
Sigga Lára, 1/5 2008 kl. 11:18:
Flottflott. Þetta er það besta við leikferðir. Sitja heima á sínum feita og geta samt alveg fylgst með og ímyndað sér að maður sé með. (Og hlakkað til að vera með í næstu ferð)
Góða skemmtun á skandinavísku.
Silja B., 1/5 2008 kl. 14:41:
Frábært að fylgjast með ævintýrum ykkar í Svíaríki. Poj poj með sýninguna á verkalýðsdaginn. Veit að ég kem til með að verða stolt af ykkur þó það verði því miður að vera úr fjarlægð í þetta skiptið. Hlakka til að heyra ferðasöguna alla og sjá myndir þegar þið komið heim aftur :o)
Stórt knús frá hinum fjarverandi leikstjóra.
Hulda Hákonardóttir, 1/5 2008 kl. 15:46:
Heja Island!
Ég finn á mér að þíð eruð u.þ.b. að sýna núna og gengur alveg svakalega vel, mikið drama, mikið gaman. Bestu kveðjur og hejsan hoppsan till alla vora kära nordiska vänner.
30/4 2008
Í dag er dagur tvö.Sumir fóru heim snemma í gær og vöknuðu snemma; þeir hinir sömu fóru í leikhúsheimsókn í morgun og skoðuðu proppsið og húsgögn sem við munum nota á morgun. Aðrir blönduðu geði við fólk í gær - eins og maður á að gera, til þess er jú leikurinn gerður - og sváfu á sitt græna eyra meðan proppsskoðun fór fram. Þetta gerði ekkert til þar sem fyrsta sýning dagsins var kl. 13:30. Sú var frá Varmalandi hinu sænska og fjallað var um peninga, en þar sem við skiljum ekki Vermlensku þá fór flest fyrir ofan garð og neðan hjá okkur sem sáum hana. Náðum þó því að átta þúsund krónur voru margnefndar. Sumir sváfu og náðu því ekki einu sinni. Sumir aðrir rugluðust á syningarstöðum og sáu á sama tíma sýningu Nea leikhússins frá Stokkhólmi á öndvegiskonum, sem við hin sáum kl. 16. Aldeilis frábær sýning - frábærar ungar leikkonur og barasta aveg einstaklega vel gerð sýning að öllu leyti. Sýndi einmitt hvernig Á að gera hlutina, og lyfti áhyggjum að nokkru af þeim sem töldu að þetta yrði almennt erfitt, skv reynsu af fyrri tveim sýningum.
Í stuttu hléi fyrir lokasýningu dagsins urðu nokkrar rökræður um hvað flokkast sem matur, og skiptist hopurinn upp milli tveggja fyrirmyndarstaða, Macdonalds annarsvegar og einhvers snobbaðs veitingastaðar sem seldi matinn dýru verði. Meirihlutinn valdi Mickey D.
Síðasta sýning dagsins var Brotna krukkan, sakamálaleikrit í frambærilegum (og nokkurnveginn skiljanegum) flutningi leikhóps frá norður-Svíþjóð.
Að öllum sýningum loknum var gagnrýni með meiru, og svo meiri bjór og meira vín á rigningarkvöldi! 30/4 2008