Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 3/5 2008

Júll, 5/5 2008 kl. 09:54:

Ég vil bæta við að það sannaðist auðvitað enn og aftur að við Rúnar Júll erum aðalgæinn!

Rúnar, 5/5 2008 kl. 14:11:

Sagan segir að eftir sveitta elginn hafir þú tekið Nínu, þ.e.a.s. lagið (úff).
N.B. Rúnar og Júll hittu líka á leiðinni í svefninn barbershopkvennakór og nokkra sæta stráka. Gaman

R, 5/5 2008 kl. 19:52:

Það er svo sem hægt að segjast hafa farið beint heim að sofa.Allavega fréttist af einhverjum sem kallaði sig Bran og á stórhátíðum Allbran syngjandi Nína undir morgun í miðborginni. Sá hinn sami sagðist vera frægur buttplayer á Íslandi. Klingir í bjöllum einhvers staðar?

Aftur í dagbók


3/5 2008

Þá var komið að sýðasta deginum á hátíðinni. Ég vaknaði klukkan 9:04 og fór í morgunmat. Klukkan 9:38 var ég tilbúinn í hvað sem var. Fyrsta sýning dagsins hófst klukkan 10 en það var einskonar kabarett sem bar nafnið Hjartat jagar ensamt. Það var leikhópurinn Kulturföreningen Nya Varvet frá Gautaborg sem flutti þennan "kabarett". Hann fór ágætlega af stað en þegar það fór að líða á dagskrána fór manni að líða eins og maður væri staddur í menntaskóla og einhver vinnuhópur væri að kynna vinnu sínu á þemanu einmanna. Þegar síðan maður sá að sumir leikaranna héldu á textanum fyrir framan sig var mælirinn fullur. Sýningin var einn og hálfur tími sem var allt of langt.

Eftir sýninguna var ég hundfúll en labbaði samt með Rúnari og Júlíu ( Rúnari Júll....ha ha ha ) yfir á litla sviðið þar sem Nya Teateren frá Örebrú sýndi barnaleikrið Lilla Kritcikeln. Sú sýning hófst klukkan 12. Sú sýning var alveg frábær. Falleg og vel leikin sýning og að mínu mati ein sú besta á hátíðinni.

Hress og kátur gekk ég með þeim Rúnari og Júll í miðbæinn þar sem við fengum okkur smá hressingu áður en við örkuðum í áttina að Sigurðarsenu. Á leiðinni hittum við Hjalta sem sat aleinn á bekk við járnbrautarstöðina...ekki veit ég hvað hann var að gera en hann var glaður að sjá okkur og slóst í hópinn. Nokkrum sekúndum síður mættum við Sigga en hann var með ferðatösku í eftirdragi...ekki veit ég afhverju en hann var glaður að sjá okkur og slóst í hópinn. Aðeins 4 mínútum síðar mættum við Guðrún en hún stóð utangáttar undir brúnni á leiðinni....ekki veit ég afhverju en hún var glöð að sjá okkur og slóst í hópinn.

Næsta sýning var síðan klukkan 14 en það var jafnframt síðasta sýningin. Það var sýning ungmenna frá Vesterås á Pang Pang du er död. Virkilega flott og áhrifamikil sýning. Sýning sem snerti mann virkilega og margir áhorfenda gegnu grátandi út að sýningu lokininni. Flott að enda hátíðina svona.

Um kvöldið var síðan standandi partý...og þá meina ég bóktaflega standandi partý því það voru allt of fáir stólar og borð á staðnum þannig að maður þurfti að borða standandi. Við stóðum og sátum með ungum snótum frá Stokkhólmi en það voru leikkonurnar úr sýningunni Presidentskorna en það var sú sýning sem mér fannst flottust á hátíðinni.

Þegar leið á partýið komu á sviðið háaldraðir en frábærir þungarokkar...eða eitthvað...og héldu ball fyrir okkur. Rúnar og Júll hreinlega þeyttust um dansgólfið og þegar lagið Born to be Wild kom misstum við Siggi okkur gersamlega og nánast féllum í trans. Hjalti og Guðrún sáu um að allt þetta yrði til á filmu.

Undir miðbik partýsins ákvað ég síðan að það væri kominn tími fyrir mig að skipta um leikfélag og gekk ég því í leikfélagið Ersnas og Kirunas en þau leikfélög eru í norður Svíþjóð. Til að fá inngöngu í félagið þufti ég að semja lag og flytja það síðan standandi upp á borði. Lagið sem ég samdi heitir Hikkihiirvi en það þýðir Elgur sem svitnar mjög mikið undir kríkanum.

Eftir þetta frábæra partý var síðan haldið heim á leið. Rúnar og Júll yfirgáfu partýið reyndar aðeins fyrr þar sem skósólarnir þeirra yfirhitnuðu á dansgólfinu. Siggi, Hjalti og Guðrún ákváðu síðan á leiðinni að vera með basar fyrir heimilislausa og féll það í mjög góðann jarðveg. Ég aftur á móti var stilltur og fór heim að sofa.

Þráinn Sigvaldason

3/5 2008