Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 4/8 2008

Sigga Lára, 4/8 2008 kl. 19:55:

Og éttla með! Er að hlaða æpoddinn og er svo að fara til Júlíu og þaðan til Keflós. Skemmtileg tilbreyting að sitja ekki heima yfir dagbókarblogginu eins og hvurt annað öfundarkoffort!

Aftur í dagbók


4/8 2008

Jæja góðir hálsar. Strípaða æfingin var í gærkvöldi. Kvöldið hófst samt á því að næra sig (sumir) og fá sér kaffibolla til að setja sig í gírinn. Svo dembdum við okkur í að æfa skemmtiatriðið en eins og silgldir Hugleikarar vita þá er ætlast til að hvert félag standi fyrir einhverju sprúlli í hátíðarklúbbnum. Í þetta sinn er þetta mjög skipulagt og við troðum upp á miðvikudagskvöld ásamt Svíum og Dönum. Við verðum auðvitað best og ef við fáum ekki plötusamning veit ég ekki hvað maður étur...hattinn sinn eða...jæja. Svo tókum við rennslið, vel heit eftir geðveika útgáfu af Krummavísum. Það gekk bara nokkuð vel held ég. Auðvitað má alltaf bæta sig og sumt hefur verið betra. Erfitt að renna án nokkurrar umgerðar eða leikmuna. Nú eru bara þrír tímar í að við leggjum af stað til Keflavíkur og ég er allavega komin með fiðrildi í magann. See you later alligator :)

Júlía Hannam

4/8 2008