Sagnasafn Hugleiks

Bingó í Ríga

Bingó-hópurinn á leiklistarhátíð NEATA í Ríga í Lettlandi

Nýjasta efst

1/8  4/8  5/8  6/8  7/8  8/8  9/8  10/8  12/8 

1/8 2008

Jæja þá er Bingó á leiðinni til Riga!

Við erum einstaklega glöð og þakklát fyrir að hafa verið valin og fá tækifæri til að taka sýninguna upp að nýju. Það er svo skemmtilegt að fríska upp á svona sýningar og geta farið skrefinu lengra. Við erum með 2 nýja leikara að þessu sinni. Helgi Róbert leikur Bingóstjórann, Helga var kastað í hlutverkið í upphafi svo hann þekkir þetta ágætalega - Addi leikur Brynjólf, hann lýsti sýninguna á sínum tíma svo hann þekkir hana prýðilega. Og báðir standa sig alveg framúrskarandi! Sýningin hefur sannarlega notið góðs af þeim æfingum sem verið hafa til að koma þeim nýju í gírinn - fullt af sporum, sprelli og sprúðli! Opnar æfingar gengu vel, fín mæting og góðar viðtökur. Eyjaslóð breyttist í þetta fína leikhús ...
Núna er búið að pakka 180 kg leikmyndinni - leikarar og aðrir aðstandendur verða bara að láta það vera að skipta um föt. Ein strípuð textaæfing eftir og svo bara go go go!
Við munum gera okkar besta til að vera í tölvusambandi og flytja reglulega fréttir af hátíðinni.

Hrefna Friðriksdóttir

4/8 2008

Jæja góðir hálsar. Strípaða æfingin var í gærkvöldi. Kvöldið hófst samt á því að næra sig (sumir) og fá sér kaffibolla til að setja sig í gírinn. Svo dembdum við okkur í að æfa skemmtiatriðið en eins og silgldir Hugleikarar vita þá er ætlast til að hvert félag standi fyrir einhverju sprúlli í hátíðarklúbbnum. Í þetta sinn er þetta mjög skipulagt og við troðum upp á miðvikudagskvöld ásamt Svíum og Dönum. Við verðum auðvitað best og ef við fáum ekki plötusamning veit ég ekki hvað maður étur...hattinn sinn eða...jæja. Svo tókum við rennslið, vel heit eftir geðveika útgáfu af Krummavísum. Það gekk bara nokkuð vel held ég. Auðvitað má alltaf bæta sig og sumt hefur verið betra. Erfitt að renna án nokkurrar umgerðar eða leikmuna. Nú eru bara þrír tímar í að við leggjum af stað til Keflavíkur og ég er allavega komin með fiðrildi í magann. See you later alligator :)

Júlía Hannam

Athugasemdir: 1

5/8 2008

Allur hópurinn kominn inn á Kastrup Lufthavn og leikmyndarskrímslið í flugvélamallakútinn. Gekk eins og í lygasögu, eins og í leikriti barasta alveg hreint!
Búin að hrista spaðan á medlem af svenska gruppen, hópurinn sem var svo elskulegur að skipta við okkur um tímaslott svo við gætum einokað leikhúsið.
Og nú bara - Riga here we come!

Hrefna Friðriksdóttir

6/8 2008

[Lettland er greinilega ekki tengt við lýðnetið ennþá, þannig að eftirfarandi barst lénsherra gegnum símskilaboð.]

Halló halló!

Viðtal við NEATA-fara:

Hvernig er aðbúnaður?

"Hef séð betra"
"mjög sjaldan verra!"
"ekkert fjármagn"
"en þetta er skóli fyrir fötluð börn!"
"Jesús minn!"
"viðbjóður"
"djö... drulluhalaskakk!"
"brennum placið - fyrir börnin!"
"sturtan - mikið loft, mikil mold"

Hvernig er leikhúsið?

"ó guð"
"vantar fjármagn"

Opnunaratriðið?

"sætt"
"svona fánalitadans"
"en fjármagnið sko..."

Opnunarsýningin?

"lettnesk"
"sumir sofnuðu nú..."
"svei mér þá! Þetta var listin að lifa á lettnesku!"
"bara ekki jafn gott"

Besta kveðja,
Bingó!!

Hrefna Friðriksdóttir

Athugasemdir: 2

7/8 2008

Thad fannst netsamband! Og orlitill timi til ad nota thad!!

Skoli okkar Riga-fara er i 40 minutna akstursfjarlaegd fra leikhusinu og thad var mikid hlegid thegar Julia spurdi um internetsamband. "Here it is the Soviet-era" var svarid. Leikhusid er orlitid fra gamla baenuum thar sem netkoffin eru oll og thad eru faar stundir milli strida her.

Opnunarsyningin a thridjudagskvold "who pulled the leg off my teddy bear" var Lettnesk eftir sama hofund og My Common Home sem sumir sau i Hnerra-ferd Leikf. Selfoss i fyrra til Lithaen thar sem Inguna Gremse for a kostum. Thetta var sidra leikrit - vid saum 3 konur fra faedingu til dauda ... kunnuglegt thema. Nokkud sterkur leikur en otharflega langdregid.
I gaer byrjadi dagurinn a workshoppum, folk laerdi modern dance og improvisation. Svo var meira leikhus. Eistar syndu "Beyond the sea" litil ferdasaga gamallar konu a Soviettimanum med nokkud tjodlegum blae. Nokkud god su gamla en syningin i thad heila ekkert serlega spennandi, vantadi meira sprudl og spennu - thau voru a haelunum en ekki a tanum.
En - svo kom dasemdin ein! Birstonas leikfelagid fra Lithaen syndi "The Cobbler and the Devil" e. A. Chekhov. Alveg frabaer syning - rifjadist upp fyrir mer af hverju madur er ad thessu ollu saman - baedi ad skronglast a leiklistarhatidir og i thessu leikhusi almennt. Leikstjorinn og adalleikarinn Rimantas Jacunskas var storkostlegur og allt i rettu jafnvaegi, svidsetningin, buningar, tonlist ... Einfold saga - skosmidinn dreymir um ad hann selji djoflinum sal sina og taki afleidingunum - best ad vera thakklatur fyrir thad sem madur hefur. Og eg var thakklat fyrir ad vera i leikhusinu thetta kvold.
Sma hatidarklubbur um kvoldid - stud stud.
I dag er Bingohopurinn ad skrufa saman leikmynd og best ad eg komi mer ad verki! Vorum ad borda rosalega godan mat i Gastronome uummmmmmm
Vonandi meira seinna.
Turilu -

Hrefna Friðriksdóttir

Athugasemdir: 1

8/8 2008

Jæja! Netsambandið lét aldeilis á sér standa og tíminn stóð ekki með mér -EN- það skal færa dagbók þó seint sé um síðir!!

Tökum upp þráðinn þar sem frá var horfið. Leikmyndin skrúfaðist saman úti í porti rétt mátulega áður en það fór að rigna. Svakalega vorum við dugleg!
Svo var það meira leikhús.
Finnar buðu upp á sýningu á Some Explicit Polaroids e. Mark Ravenhill. Kyrrt, stílhreint, vel leikið, nokkuð sterkt, mikill texti - útvarpsleikrit sögðu sumir - að mínu mati ekki rétt leið fyrir leikritið og hæpið framlag á erlenda hátíð. Settlegt in your face ... ?? Veit ekki. Dans the russian gay male stripper á rauðu satínnærbuxunum var ágætur ...
Þá tók við gagnrýni. Sú var í höndum Mortens Hovman teaterkonsulant frá Danmörku (sá sami og var í Færeyjum) og lettnesks leikstjóra sem ég kann ekki að nefna. Morten stóð sig nokkuð vel, veit ekki alveg hvaðan lettafrúin var að koma ...
Síðust þennan daginn var sýning þjóðverja á Peer Gynt-Fast forward - leikgerð byggð á PG sem við þekkjum. STiC-er (Schuler Theater im club) er hópur unglinga 12-19 ára og sýningin byrjaði sem sérlega týpisk slík. En hún vann heilmikið á - eitthvað sjarmerandi og krúttlegt við þetta allt saman - aðalleikarinn bara skrambi heillegur og skemmtilega hrífandi.
Eftir að sýningum lauk fékk ísl. hópurinn sérstakt leyfi til að vinna áfram í húsinu gegn því að lofa að koma sér á eigin spýtur aftur út í skóla og með því að múta starfsmanni leikhússins. En við máttum ALLS EKKI snerta ljósin og helst ekki tónlistargræjur. Létum ljósin eiga sig, komum leikmyndinni og tjöldum fyrir og skelltum okkur í rennsli (með tónlist en engum segja!) Assgoti góður en þreyttur hópur sem skrönglaðist heim um nóttina!

Hrefna Friðriksdóttir

9/8 2008

Sýningardagur - bjartur og fagur!!

Harðsvírað tæknilið reif sig á lappir snemma, hafði verið lofað transporti í leikhúsið sem brást!! Tók á að róa taugarnar - vill til að Skúli sem allt hvíldi á var algerlega salírólegur og hvað vorum við kellingarnar þá að æsa okkur? Komust loks öll í hús og ljósavinnan gat hafist. Skúli og Ágústa ásamt tæknimönnum komu þessu öllu haganlega fyrir á mettíma. Ég hentist milli þess að búa til bingóskiltið og koma því fyrir, prófa styrkinn á hljóðinu og læra á stjórnina, sminka liðið ... og hlaupa til og frá!
Sýning klukkan 14 - gekk stórvel - alveg barasta skrambi vel!! (Auðvitað ekki fullkomin á minn fullkomins mælikvarða en það er nú bara gott...) Það var klappað og blístrað og hlegið á meðan á henni stóð - og þegar hún var búin? Jú jú þá brustu á mikil fagnaðarlæti - allir stóðu upp, hrópað og húrrað og ætlaði bara aldrei að hætta ... þó ég segi sjálf frá. Danute vinkona okkar, fyrrverandi formaður NEATA, grét og íslenskir áhorfendur brostu hringinn. Klappið var ekki fyrr búið en farið var að tala við okkur um IATA hátíðina í Mónakó, þýðingar á leikritinu á önnur tungumál, heimsókn til Kaupmannahafnar og tvær hátíðir á Litháen ...
Óskaplega er ég nú þakklát og glöð - maður veit jú aldrei með viðtökur en vill svo gjarnan halda góðu nafni Íslands á lofti. Ekki auðvelt að toppa viðtökur Memento en svei mér þá ...

Það voru fleiri sýningar þennan daginn. apa theater frá Svíþjóð sýndi Miss Julie e. Strindberg. Miklar tilfinningar, sterkur leikur en heillaði mig ekki - spurningarmerki við leikstjórn. Hvar var framvindan, breytingin, orsakir, afleiðingar ...? Kannski var ég bara svolítið þreytt ...

Ekki allt búið enn - Black out leikhúsið frá Osló kom með (sýninguna) Mmmmm. Þetta var ekki leiksýning. Nokkar konur í samkvæmiskjólum við míkrafóna að tala illa um karlmenn - og syngja - illa um karlmenn - illa ... vont ... æææ. Þegar gengið var á "leikstjórann" kom hún með þessa fullkomnu skýringu - þetta er nefnilega sko svona post modern leikhús - svona performance art. Að mínu mati - ekki art og ekki performance og alls ekki leikhús af neinu tagi.

Íslendingar skemmtu í klúbbnum um kvöldið - söngur, klapp, stapp, brennivín, hákarl og kynlíf fjallageithafurs!! What´s not to like!

Hrefna Friðriksdóttir

10/8 2008

Krítík.
Í sannleika sagt fékk íslenska sýningin ekkert nema lof. Morten sagðist ætla að reyna að finna eitthvað að - kannski hefði hún verið 5-6 mín. og löng ... en hann var talaður í kaf - aðrir sögðust hafa loved every minute. Sýningin var theatre - theatre - theatre - sönnun þess að leikhús er leikhús en ekki annað hvort amatör eða pro. Allt í góðum balance, gott leikrit, frábær leikstjórn, ótrúlegur leikur, flott ljós og tónlist ... Bara gaman. Aðrar sýningar fengu köflótta dóma.
Eftir hádegi - meira gaman. Hans Tórgarð kom með leikhópinn Huðrar frá Færeyjum og sýndi okkur stórkostlega uppfærslu á Othello. Bara snillingur hann Hans - sá sami og færði okkur Hörpurímur í Færeyjum. Flott sviðsetning, aldeilis frábær kóreografía, glæsilegur leikur, jafnvægi, tónlist, útlitið allt - bara allt!! Áfram Færeyjar! Vona heitt og innilega að við komust við Mónakó þó ekki væri nema til að sjá þessa sýningu aftur.

Svo voru það Danir með Everybody dies for a reason. Skemmtilegasta danska sýningin sem ég hef séð til þessa á leiklistarhátíð. Götuleikhús - spunasýning um dauðann - litlar sögur, grímur og látbragð og tónlist. Hæfileikaríkur hópur sem er að leggja upp í ferð um Evrópu - ætlar að safna saman fleiri sögur og leikgera á leiðinni - það yrði spennandi að sjá útkomuna í lokin.

Og að lokum - Rezekne leikhúsið lettneska með Don´t believe in nonsense. Leikgerðar lettneskar þjóðsögur - já eflaust en ég skyldi þær bara ekki. Ferlega flottir búningar og fólk að hreyfa sig hingað og þangað en synd að mínu mati að finna ekki leið til að segja þessar einföldu sögur með skýrar.

Eftir sýninguna klöppuðum við fyrir 10 ára afmæli NEATA og Willy Dahl hélt tilfinningaþrungna ræðu - minntist á atburðina í Georgíu og mátt leikhússins til að sýna, sanna og sameina.

Aldeilis ekki frí eftir þetta. Sumir fóru á gagnrýni en meirihluti hópsins sveittist við að pakka leikmyndinni saman. Beint í kjölfarið var öllum smalað í rútu og keyrt upp í sveit í lokapartý. Okkur hafði nú ekki alveg litist á blikuna að fara enn lengra upp í sveit en þetta reyndist frábær staður. Partýið tókst vel - á staðnum - í rútunni á leiðinni til baka - heima í okkar sveit eftir það - bara alveg undir morgun! Mikið plottað og planað ...

Hrefna Friðriksdóttir

Athugasemdir: 1

12/8 2008

Síðasti dagurinn.
Þrátt fyrir hartí partí þá reif ísl. hópurinn sig upp snemma til að fá far út á flugvöll, þar fór leikmyndin í geymslu og við loksins niður í gamla bæ Riga. Allt önnur Riga en við höfðum séð til þessa. Gamli bærinn hlýr og fallegur og frábært að fá nokkra klukkutíma til að slappa af.
En allt tekur enda - flug flug flug - mest allt komst til skila til Kefló og við heim í rúm!!!! Búið í bili - þar til næst!

Hrefna Friðriksdóttir

Athugasemdir: 1