Athugasemdir við færslu 10/8 2008
Jenný Lára, 14/8 2008 kl. 22:13:
Vá ekki gleyma rólunni góðu! Held að fæstir hafi prófað hana en ég, Erla og Búi elskuðum hana! Held við höfum náð að vera í henni í klukkutíma og náð 3 metra hæð!
Luv it!
10/8 2008
Krítík.Í sannleika sagt fékk íslenska sýningin ekkert nema lof. Morten sagðist ætla að reyna að finna eitthvað að - kannski hefði hún verið 5-6 mín. og löng ... en hann var talaður í kaf - aðrir sögðust hafa loved every minute. Sýningin var theatre - theatre - theatre - sönnun þess að leikhús er leikhús en ekki annað hvort amatör eða pro. Allt í góðum balance, gott leikrit, frábær leikstjórn, ótrúlegur leikur, flott ljós og tónlist ... Bara gaman. Aðrar sýningar fengu köflótta dóma.
Eftir hádegi - meira gaman. Hans Tórgarð kom með leikhópinn Huðrar frá Færeyjum og sýndi okkur stórkostlega uppfærslu á Othello. Bara snillingur hann Hans - sá sami og færði okkur Hörpurímur í Færeyjum. Flott sviðsetning, aldeilis frábær kóreografía, glæsilegur leikur, jafnvægi, tónlist, útlitið allt - bara allt!! Áfram Færeyjar! Vona heitt og innilega að við komust við Mónakó þó ekki væri nema til að sjá þessa sýningu aftur.Svo voru það Danir með Everybody dies for a reason. Skemmtilegasta danska sýningin sem ég hef séð til þessa á leiklistarhátíð. Götuleikhús - spunasýning um dauðann - litlar sögur, grímur og látbragð og tónlist. Hæfileikaríkur hópur sem er að leggja upp í ferð um Evrópu - ætlar að safna saman fleiri sögur og leikgera á leiðinni - það yrði spennandi að sjá útkomuna í lokin.Og að lokum - Rezekne leikhúsið lettneska með Don´t believe in nonsense. Leikgerðar lettneskar þjóðsögur - já eflaust en ég skyldi þær bara ekki. Ferlega flottir búningar og fólk að hreyfa sig hingað og þangað en synd að mínu mati að finna ekki leið til að segja þessar einföldu sögur með skýrar.Eftir sýninguna klöppuðum við fyrir 10 ára afmæli NEATA og Willy Dahl hélt tilfinningaþrungna ræðu - minntist á atburðina í Georgíu og mátt leikhússins til að sýna, sanna og sameina.Aldeilis ekki frí eftir þetta. Sumir fóru á gagnrýni en meirihluti hópsins sveittist við að pakka leikmyndinni saman. Beint í kjölfarið var öllum smalað í rútu og keyrt upp í sveit í lokapartý. Okkur hafði nú ekki alveg litist á blikuna að fara enn lengra upp í sveit en þetta reyndist frábær staður. Partýið tókst vel - á staðnum - í rútunni á leiðinni til baka - heima í okkar sveit eftir það - bara alveg undir morgun! Mikið plottað og planað ... 10/8 2008