Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 3/3 2009

Ásta, 4/3 2009 kl. 10:42:

Ég bíð spennt eftir mínu fyrsta einkennilega samtali í kvöld

, 4/3 2009 kl. 16:16:

Ég ætla að vera einkennilegur á morgun ;)

Þráinn, 4/3 2009 kl. 16:19:

Sko ég er sko Þráinn sko..sem ætla að vera einkennilegur á morgun...er samt örugglega dáldið einkennilegur núna líka...

Aftur í dagbók


3/3 2009

Fyrsti í dagbók, en þó ekki í æfingum. Við höfum verið að æfa vel á aðra viku. Eins og oft vill vera framan af æfingum á mannmörgum sýningum, sérstaklega þegar Oddur Bjarni leikstýrir, þá hefur maður eiginlega ekki hugmynd um hvað er að gerast nema einmitt í þeim senum sem maður er í sjálfur. En það sem ég hef séð og tekið þátt í hingað til lofar góðu.

Þegar ég mætti í kvöld sá ég einkennilegt samtal Gróu og Önnu, sem voru að ljúka sinni æfingu, átti svo einhver álíka einkennileg samtöl við Önnu sjálfur, og svo kom Hallfreður og við áttum ekki síður einkennilegt samtal. Ég er farinn að hallast að því að þetta sé einkennilegt leikrit. Það er gott.

Sigurður H. Pálsson

3/3 2009