Ó þú, aftur?
ÆfingadagbókUm sýninguna: Ó, þú aftur...
Nýjasta efst 3/3 4/3 5/3 9/3 10/3 11/3 17/3 20/3 3/4 4/43/3 2009
Fyrsti í dagbók, en þó ekki í æfingum. Við höfum verið að æfa vel á aðra viku. Eins og oft vill vera framan af æfingum á mannmörgum sýningum, sérstaklega þegar Oddur Bjarni leikstýrir, þá hefur maður eiginlega ekki hugmynd um hvað er að gerast nema einmitt í þeim senum sem maður er í sjálfur. En það sem ég hef séð og tekið þátt í hingað til lofar góðu.Þegar ég mætti í kvöld sá ég einkennilegt samtal Gróu og Önnu, sem voru að ljúka sinni æfingu, átti svo einhver álíka einkennileg samtöl við Önnu sjálfur, og svo kom Hallfreður og við áttum ekki síður einkennilegt samtal. Ég er farinn að hallast að því að þetta sé einkennilegt leikrit. Það er gott.4/3 2009
Jæjah.Þá er nú enn eitt bráðskemmtilega æfingakvöldið á enda. Þetta var fimm tíma linnulítið hláturskast og orðið beinlínis erfitt undir það síðasta.
Kvöldið hófst með systrunum Ásu, Signýju og Helgu sem, æfðu nokkrar nýskrifaðar senur. Skópust afar skemmtilegir taktar (mhm, aha) og æfðu menn sig í einelti, brjóstastækkunum og fleiru skemmtilegu.
Stigu þvínæst á stokk tvíeykið Sigtryggur og Valdi og létu þeir viðstadda gráta talsvert úr hlátri og héldu menn síðan að ef til vill yrði hægt að róa sig eitthvað aðeins niður yfir æfingu á rólegum spjöllum Flóka og Sigríðar.
Öðru nær.
Flóka tókst meira að segja að leggja samleikkonu sína flata í gólfið í hláturskrampa, bara með smátilfæringum með úlpu.
Ekki laust við að farið sé að bera á vísbendingum um að þessi sýning verði hin besta skemmtan og miki ógurlega hlakka ég til að sjá fyrsta gegnumbrölt á öllu saman annað kvöld.
Nú finnst mér gaman
og mikið ofboðslega er þetta gott leikrit.
(Varstað gubbelskan?)
Amen
5/3 2009
Fyrsta æfing þar sem allur hópurinn kom saman...og vá!!! Ekkert smá föngulegur hópur. Við renndum þessu öllu saman einu sinni í gegn og...það gekk!!! Næstum því frumsýningarhæft...já..eða eitthvað. Fullt af skemmtilegum persónum eru að fæðast og það verður gaman að sjá hvaða beygjur þær taka á æfingaferlinu. En þeir sem voru á reiki í gær voru:Sigtryggur - rammur að afli og mismunumGróa - dansandi og daðrandi
Karen - en danske dame som glemte meg i tre dage
Guðmundur - prestur
Hallfreður - þurfti reyndar að skreppa á Höfn og var því staðgenginn
Sigríður - síþambandi sveitapía
Indriði - Varð til þess að ónefndur prestur var farinn að lykta hálf illa
Valdi - veit alveg hvert hann er að fara
Flóki - veit ekkert hvert hann..já eða bara yfirleitt allir eru að fara
Ása, Signý, Helga - gaggandi gleðikonur...nema Helga því hún var á dansæfingu í gær og var því staðgengin
Anna - Síglöð og saklaus
Önnubörn - eins og mamman...nákvæmlega eins!
Dómkirkjukórynjur - RósHönnurnar voru flottar
2 höfundar og einn í fríi
Aðstoðar leikstýra og staðgengill
Leikstjóri og geimgengill
Búningadama
Áhugamaður um leikmyndir
TónlistarspekúlantVonandi er ég ekki að gleyma mörgum...en þetta var bara alveg þrælgaman :)
9/3 2009
Gúgú!Æfing kvöldsins fór í að æfa tveggja til þriggja manna töl, slípa og fínpússa. Sigríður og Indriði riðu á vaðið... og kysstust ekki einu sinni einu sinni. Þá fór Indriði í fússi en Gróa kom í staðinn og við æfðum samtal þeirra Sigríðar sem í ljós kom á rennslinu að hafði næstum ekkert verið æft.
Þá tóku Gróa og Sigtryggur smá glímu og gúggú og síðan æfðu þau ásamt Valda ýmis tæmingatrix, fingrasmelli og fleira sætt.
Í lokin grenjuðu Gróa og Valdi smá og fleyganir voru aðeins lagaðar til.
Afar miklar framfarir í öllusaman.
Jámjámjám.
10/3 2009
Þá var komið að því. Fyrsta dansæfining og grunnurinn lagður að fyrsta burlesque atriði Hugleiks (svo ég viti). Sú eðal hugmynd kom nefnilega upp á borð að fá atvinnudansara til að leiðbeina bjánunum Ásu, Signýju og Helgu - já og Gróu - í fögrum limaburði og tilþrifum. Var allt slíkt gripið fegins hendi. Æfing dagsins hófst á atvinnuviðtali Sigtryggs hjá Valda sem undirrituð sá reyndar fjarskalítið af. En sýndist sá fyrrnefndi vera talsvert meira edrú en sá síðar nefndi. Það á svo auðvitað eftir að breytast. Þar sem Helga var veik var fyrirhuguð þríeykisæfing með þeim kumpánum blásin af og þeir sendir heim. Þó ekki fyrr en að aðstoðarleikstjóri hafi sungið fyrir nærstadda slutty gelgjusönginn sinn. Hún var svo líka send heim.Næst var komið að dansæfingu sem fór fram undir öruggri stjórn Katrínar ofurburlesquemeistara. Fór hún í gegnum öll helstu atriðin með Ásu, Signýju og Gróu og lét eins og þetta væri hið minnsta mál. Annað kom í ljós þegar Ása, Signý og Gróa reyndu að herma eftir. Signý bar fyrir sig íþróttameiðslun við ákveðna takta (halda í stól og henda fótum upp í loft, handahlaup, splitt) en er þeim mun öflugari í "jazzhands". Allar reyndu að halda í við Katrínu og stundum tókst það furðu vel og stundum tókst það alls ekki. Kom á daginn að 20 ára dansreynsla hefur bara eitthvað að segja á móti, uh, engri (tveggja vikna balletferill í æsku má síns lítils). Orð kvöldsins voru "opna" og "loka". Sýna og fela.Á meðan á þessu stóð sat leiksjóri og fylgdist með og þóttist vera að vinna heimildavinnu fyrir lagið sem þessi ósköp verða sýnd við. Aha.Mhmm.En ... erum nú allar reynslunni ríkari og vitum betur hvað er hægt og hvað við getum. Með fullt af góðum ráðum í sarpnum og svo þegar lagið verður komið verður hægt að púsla saman einhverju atriði og halda aðra álíka dansæfingu. Verðum gegt flottar.... JahHa!
11/3 2009
Já? Hvað vorum við aftur að gera?Æfa eitthvað?
Jú, einmitt. Hallfreður og Flóki riðu á vaðið og slappstikkuðu dáldið með staf og kíki.
Þá fór Hallfreður og Sigríður kom.
Hún og Flóki renndu sér á rassinum í gegnum sín atriði, fram og til baka. Helstu niðurstöður úr því er að það vantar barstóla á æfingar.
Svo fór Flóki en Indriði kom í staðinn.
Eftir það fór kvöldið í hamslausa sveitarómantík, hérlendis sem erlendis. Leikstjórinn brúkaði stafprikið óspart og miðaði því öllusaman vel áfram.Tsjú, tsjú, trallalla...