Athugasemdir við færslu 4/3 2009
Elísabeth, 6/3 2009 kl. 16:48:
Einhver þurfti að skúra gólfið hahaha :)
Ég var með miklar harðsperrur í maganum í gærmorgun!
4/3 2009
Jæjah.Þá er nú enn eitt bráðskemmtilega æfingakvöldið á enda. Þetta var fimm tíma linnulítið hláturskast og orðið beinlínis erfitt undir það síðasta.
Kvöldið hófst með systrunum Ásu, Signýju og Helgu sem, æfðu nokkrar nýskrifaðar senur. Skópust afar skemmtilegir taktar (mhm, aha) og æfðu menn sig í einelti, brjóstastækkunum og fleiru skemmtilegu.
Stigu þvínæst á stokk tvíeykið Sigtryggur og Valdi og létu þeir viðstadda gráta talsvert úr hlátri og héldu menn síðan að ef til vill yrði hægt að róa sig eitthvað aðeins niður yfir æfingu á rólegum spjöllum Flóka og Sigríðar.
Öðru nær.
Flóka tókst meira að segja að leggja samleikkonu sína flata í gólfið í hláturskrampa, bara með smátilfæringum með úlpu.
Ekki laust við að farið sé að bera á vísbendingum um að þessi sýning verði hin besta skemmtan og miki ógurlega hlakka ég til að sjá fyrsta gegnumbrölt á öllu saman annað kvöld.
Nú finnst mér gaman
og mikið ofboðslega er þetta gott leikrit.
(Varstað gubbelskan?)
Amen 4/3 2009