Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 10/3 2009

Séra Guðmundur, 11/3 2009 kl. 20:39:

Helvítis vesen að vera svona dauður

Aftur í dagbók


10/3 2009

Þá var komið að því. Fyrsta dansæfining og grunnurinn lagður að fyrsta burlesque atriði Hugleiks (svo ég viti). Sú eðal hugmynd kom nefnilega upp á borð að fá atvinnudansara til að leiðbeina bjánunum Ásu, Signýju og Helgu - já og Gróu - í fögrum limaburði og tilþrifum. Var allt slíkt gripið fegins hendi. Æfing dagsins hófst á atvinnuviðtali Sigtryggs hjá Valda sem undirrituð sá reyndar fjarskalítið af. En sýndist sá fyrrnefndi vera talsvert meira edrú en sá síðar nefndi. Það á svo auðvitað eftir að breytast. Þar sem Helga var veik var fyrirhuguð þríeykisæfing með þeim kumpánum blásin af og þeir sendir heim. Þó ekki fyrr en að aðstoðarleikstjóri hafi sungið fyrir nærstadda slutty gelgjusönginn sinn. Hún var svo líka send heim.

Næst var komið að dansæfingu sem fór fram undir öruggri stjórn Katrínar ofurburlesquemeistara. Fór hún í gegnum öll helstu atriðin með Ásu, Signýju og Gróu og lét eins og þetta væri hið minnsta mál. Annað kom í ljós þegar Ása, Signý og Gróa reyndu að herma eftir. Signý bar fyrir sig íþróttameiðslun við ákveðna takta (halda í stól og henda fótum upp í loft, handahlaup, splitt) en er þeim mun öflugari í "jazzhands". Allar reyndu að halda í við Katrínu og stundum tókst það furðu vel og stundum tókst það alls ekki. Kom á daginn að 20 ára dansreynsla hefur bara eitthvað að segja á móti, uh, engri (tveggja vikna balletferill í æsku má síns lítils). Orð kvöldsins voru "opna" og "loka". Sýna og fela.

Á meðan á þessu stóð sat leiksjóri og fylgdist með og þóttist vera að vinna heimildavinnu fyrir lagið sem þessi ósköp verða sýnd við.

Aha.
Mhmm.

En ... erum nú allar reynslunni ríkari og vitum betur hvað er hægt og hvað við getum. Með fullt af góðum ráðum í sarpnum og svo þegar lagið verður komið verður hægt að púsla saman einhverju atriði og halda aðra álíka dansæfingu.

Verðum gegt flottar.... JahHa!

Ásta Gísladóttir

10/3 2009