Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 20/3 2009

Þráinn, 20/3 2009 kl. 14:14:

Sammála þér Hörður...þetta var erfið en skemmtileg æfing...og ég gubbaði ekkert...munaði samt litlu þegar ég lenti undir handakrikanum á Friðjóni (það er hinn sem þú veist ekki hvað heitir). En hljómsveitin var mjög öflug og á vafalaust eftir að láta mikið af sér kveða í framtíðinni :)

Ásta, 20/3 2009 kl. 17:02:

Eitthvað finnst mér á dansflokkinn hallað og hvet alla til að reyna fyrir sér í afrísku salsa og tala svo við mig.

Friðjón Magg., 23/3 2009 kl. 18:49:

Bíddu bíddu, var ég eitthvað sveittur þarna um kvöldið??????
Trúi því barasta ekki.

Aftur í dagbók


20/3 2009

Sérdeilis átakanleg æfing í gær. Manni var bara þrælað út. Ég skreið heim eins og tuska sem hefur séð fífil sinn fegri. Fannst mér einstaka taktvísan hjá hljómsveitinni frá suðurskautslandi standa upp úr. Nú og að Þráinn hafi barasta ekki gubbað neitt!

Þetta stefnir í brjálæðislega fallega sýningu hjá okkur. Mikið hlakkar mig til!

Hörður Skúli Daníelsson

20/3 2009