Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 3/4 2009

Unnur Gutt, 4/4 2009 kl. 04:57:

Gangi ykkur vel, elskurnar mínar. Og glelðilega páska. Nú er ég farin til Tyrklands. Sjáumst aftur eftir páska.

Aftur í dagbók


3/4 2009

Svakalega erum við léleg að skrifa hér. En það er nú aldeilis ekki vegna þess að allt sé stopp. Öðru nær. Það hefur verið æft og æft og æft. Baunasúpa var haldin með tilheyrandi tónlistaræfingum og tónlist er mikið að detta í hús, þessa dagana. Í gær var æfður sjóarasöngur, í fyrradag dómkirkjukór og í kvöld verður það upphafsatriði, með mússíkk.

Þau tíðindi gerðust að, af óviðráðanlegum ástæðum, þarf að snúa smíðaverkstæði Þjóðleikhússin við, áður en við sýnum í því. Þannig að sviðið er talsvert öðruvísi en við vorum búin að gera ráð fyrir, svo nokkur viðsnúningur á atriðum hefur átt sér stað í vikunni. En að sjálfsögðu bestnar þetta alltsaman við það.

Svo verður þrusað í æfingar í kvöld, á morgun og sunnudag, en fljótlega upp úr því verður líklega tekið páskafrí frá æfingum.

Jám.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

3/4 2009