Sagnasafn Hugleiks

Athugasemdir við færslu 4/4 2009

oddur, 6/4 2009 kl. 16:17:

já - gott ef ekki. Altént er ég glaður með framvindu mála...og nú náttla leggjast allir yfir þetta um páskana og koma svo alveg hjólgraðir eftir fríið...:)

Aftur í dagbók


4/4 2009

Allsherja æfing með öllum leikurunum. Nú var tónlist bætt við og hjakkað svo duglega í öllu sem gerist fyrir hlé. Breyttar aðstæður á Smíðaverkstæðinu kalla á algjöra endurhönnun á sviðinu og því var þetta mjög nauðsynleg æfing til að fá allt til að renna saman og á rétta staði. Alls kyns vandamál komu upp sem er gott því þá geta þau verið leyst. Sumar senur fengu skyndilega nýja vídd og nýtt líf á meðan aðrar urðu bara ... skrítnar ... i. Ennþá á eftir að smella nokkrum þáttum inn hér og þar en það er allt í vinnslu. Þetta stefnir allt í leikrit.

Ásta Gísladóttir

4/4 2009