Sagnasafn Hugleiks

Tryggðaspjöll

Texti
Árni Hjartarson
Lag
Árni Hjartarson

MIDI  PDF

Þau spáðu ei spörðin í
og spöruðu sér svo að lesa í kaffibollann.
Þau gáðu ei grannt að því,
hvað gamla þuli dreymdi út um borg og bý.

Þau töldu ekki tunglin öll
og tóku reyndar ekki heldur skeytin.
Þau luktust í hamra höll.
Þau hlutu dóm sinn fyrir tryggðaspjöll.

Raunir rekja þeir og Reynistaðabræður berja alltaf lóminn.
Krúnka krummar tveir
og kindur fennir – hrossin þola varla meir.

Þau töldu ekki tunglin öll...