Hætt skal leik
Texti | |||
---|---|---|---|
Árni Hjartarson | |||
Lag | |||
Árni Hjartarson |


Allir:
Nú ríkir ofsakæti í hverjum hól
kýrnar taka hip hop, ærnar steppa
Álfheimar blómstra munu í mildri sól
þótt mannheima þjaki bæði hrun og kreppa.
Æfintýrin enda hér
ástin sigrar féndaher.
Hætt skal leik þá hæst hann ber.
Hulda (með blæðandi hjarta):
13 ungir sauðamenn hittu hel,
hjarta mínu blæðir dægrin löng,
þess vegna læðist alltaf lítið sorgarstef
og ljóðrænn tregi inn í hvern minn söng.
Kvenraddir:
Úúúú úúaa úúúú úúaa
úúúú úúaa úúúú úllalla!
Allir:
Bráðum mun brúðarmarsinn hljóma hátt
borðin þakin tertum, vín á tunnum.
Hér verður stiginn dans og kveðið kátt
kelað inn í hól og út í runnum.
Æfintýrin enda hér
hah, ugga agga!
ástin sigrar féndaher.
hah, ugga agga!
Hætt skal leik þé hæst hann ber.
Ugga agga ugga agga.
Ugga agga ugga agga.
Nýstrokkað smjörið rann og roðið brann
rallfullur köttur settist undir stýri.
Í kollinn fékk hann baun í bragarlaun
brúðarvagninn keyrð'ann út í mýri.
Æfintýrin endar hér
ástin sigrar féndaher.
Hætt skal leik þé hæst hann ber.