Yndisferðir
Texti | |||
---|---|---|---|
Árni Hjartarson | |||
Lag | |||
Árni Hjartarson |


Sértu orðinn leiður á suddanum og ruddanum,
sílemjandi rigningu og íslensku tuddunum,
sértu orðinn þreyttur á soranum og gorinu,
sé ég aðeins eitt sem getur kippt þér upp úr slorinu.
Yndisferðir, Yndisferðir, Yndisferðir á gjafverði!
Sértu orðinn æstur í suðræn lönd og sólarströnd,
sumarbrúnar meyjar í strápilsum með ökklabönd,
sértu orðinn æstur í svínasteik og vínin bleik,
sé ég aðeins eitt sem getur bjargað því með léttum leik.
Yndisferðir, Yndisferðir, Yndisferðir á gjafverði!
Yndis- Yndis- Yndis- Yndis-
Yndis- Yndis- Yndis- Yndisferðir.