Sagnasafn Hugleiks

Örlagaþula

Texti
Árni Hjartarson
Lag
Árni Hjartarson, Þorgeir Tryggvason

MIDI  PDF

Örlög koma ill og grimm.
Yfir grúfir nóttin dimm.
Ávallt skal þeim illa hegnt
álögum sem beita.

Árin líða eitt, tvö, þrjú,
engum bjargar kristin trú.
Sauðamaður söðlaður
sárt er knúinn sporum.

Þannig líða þrettán jól.
Þrútin situr inni í hól
drottningin í sorg og sút,
en sveinarnir fá bana.