Sagnasafn Hugleiks

Stjarnan

Texti
Árni Hjartarson
Lag
Árni Hjartarson

MIDI  PDF

Í stormum lífs míns stjarna skín,
sú stjarna hvarf mér ekk’ úr sýn,
þótt villtist ég um ókunn lönd
og átthaganna leystust bönd.

Er kólgubakkar blésu kalt,
í brimsköflunum skip mitt valt;
vitar horfnir, leið og lönd,
hún lýsti mér að fjarðarströnd.

Þótt vetrarbrautin bliki öll
og bruni tungl um skýjahöll
og norðurljósin dansi dátt
ég dreyminn horfi í aðra átt.

Þótt Óríon með beltið breitt
og brugðið sverðið stiki greitt
og veiði á himni villifé,
ég vinu mína eina sé.